Færsluflokkur: Löggæsla
1.3.2021 | 18:50
Sóttvarnir lúta geðþóttastjórn
Það vantar öll viðmið við framkvæmd sóttvarnanna á Íslandi. Leiðarljósið er fyrir hendi. Það er veirulaust Ísland. Sú leið er grýtt og þyrnum stráð, því að samkomutakmarkanir og höft á alls konar starfsemi hefur mikinn og margvíslegan kostnað í för með. Mannlegur harmleikur af völdum slíkra stjórnvaldsaðgerða getur hæglega orðið meiri en af völdum sýkinga af veirunni, SARS-CoV-2.
Ef veiran væri hættulegri, t.d. eins og ebóluveiran, mundi málið horfa allt öðruvísi við. Þess vegna eru töluleg viðmið svo mikilvæg, og lagaleg hlið málsins, þ.e. heimildir yfirvalda, eru ekki síður mikilvægar. Nýlega hafa 2 lögfræðingar tjáð sig opinberlega um þessi mál með afar athyglisverðum og lofsverðum hætti.
Annar er Jón Magnússon. Hann skrifaði í Morgunblaðið 25. febrúar 2021 undir fyrirsögninni:
"Lögmæti eða valdníðsla".
Greinin hófst þannig:
"Frjálst lýðræðisþjóðfélag byggist m.a. á þeirri von, að fólk muni haga sér vel, þegar það hefur valkosti, og betra þjóðfélag verði að veruleika, þegar hugmyndafræði frelsisins ræður.
Byggt er á því, að fara verði að lögum og stjórnvöld geti ekki gripið til íþyngjandi ráðstafana gagnvart borgurunum, nema fylgt sé svonefndri lögmætisreglu, sem felur það í sér, að ákvörðun ríkisvaldsins og annarra stjórnvalda þurfi að vera í samræmi við lög og málefnaleg sjónarmið."
Ennfremur gilda hér stjórnsýslulög, t.d. um meðalhófsregluna. Í lögum nr 37/1993, 12. gr., segir svo:
"Stjórnvald skal því aðeins taka íþyngjandi ákvörðun, þegar lögmætu markmiði, sem að er stefnt, verður ekki náð með öðru og vægara móti. Skal þess þá gætt, að ekki sé farið strangar í sakirnar en nauðsyn ber til."
Höfundur þessa vefpistils telur sóttvarnaryfirvöld með heilbrigðisráðherra í broddi fylkingar hafa farið offari í Kófinu og valdið þar með einstaklingunum og þjóðfélaginu meira tjóni en efni stóðu til. Þetta á t.d. við um skólakerfið. Það var ástæðulaust að valda jafnmiklum truflunum á skólastarfinu og reyndin var. Það átti að reyna vægari úrræði fyrst, t.d. grímuskyldu í framhaldsskólum, en eftirláta hverjum skóla fyrir sig að öðru leyti persónulegar og sameiginlegar sóttvarnir.
Mjög orkaði tvímælis að banna íþróttaiðkun og kappleiki, loka þrekstöðvum og sundlaugum. Þessi iðkun gegnir mikilvægu hlutverki fyrir lýðheilsuna og vitað er, að strangar frelsistakmarkanir og atvinnuhömlur hafa slæm áhrif á heilsufar þeirra, sem fyrir barðinu verða. Það virðist hafa vantað við ákvarðanatökuna að vega og meta gagnsemi og galla við sóttvarnaraðgerðir. Tillögur um sóttvarnaraðgerðir þurfa að koma frá fjölbreytilegu teymi.
Þá eru landamærin kapítuli út af fyrir sig. Það verður ekki annað séð en yfirvöldin hafi farið offari þar t.d. í febrúar 2021, þegar smitstuðullinn var orðinn mjög lágur á Íslandi (fá ný smit og öll innan sóttkvíar), að bæta þá enn einu skilyrðinu við fyrir landgönguleyfi hér, þ.e. ónæmisvottorði eða neikvæðu PCR-skimunarvottorði. Þarna áttu yfirvöldin að grípa tækifærið til að létta undir með ferðageira og gjaldeyrisöflun á Íslandi; innleiða vottorðin (að sjálfsögðu með kurteislegum fyrirvara í stað þess ruddaháttar, sem sýndur var) og afnema um leið seinni skimun og sóttkvína, ef vottorð og komuskimun voru í lagi.
"Í 12. gr. sóttvarnalaga nr 19/1997, með áorðnum breytingum, segir nú: "opinberum sóttvarnaráðstöfunum skal aflétta svo fljótt sem verða má". Í því sambandi er eðlilegt að velta því fyrir sér, hvort farið hafi verið að lögum m.v. lögmætisreglu og meðalhóf, að beita sérstökum ráðstöfunum innanlands eftir mánaðamótin janúar-febrúar sl., þar sem þá hafði ekki greinzt smit utan sóttkvíar í 11 daga.
Hvað sem öðru líður, þá virðist farið umfram meðalhóf, þegar sérstakar samkomutakmarkanir, lokunarreglur og grímuskylda gilda, svo [að] nokkur atriði séu tekin, eftir að fyrir liggur, að tíðni sjúkdómsins er ekki umfram það, sem skýra má með því, að um tilviljun sé að ræða, svo [að] gripið sé niður í skilgreiningu sóttvarnalaganna á hugtakinu "farsótt", eins fátækleg og hún nú er.
Þá ber einnig að skoða nýtt ákvæði 3. mgr., 12. gr. sóttvarnalaga, þar sem segir með tilvísun í 2. mgr., að opinberum sóttvörnum skuli ekki beita, nema brýn nauðsyn krefji til verndar heilsu og lífi manna, og við beitingu ráðstafana sem og við afléttingu skuli gæta meðalhófs og jafnræðis ... , og ekki skuli stöðva atvinnurekstur, nema að því marki, sem starfsemin felur í sér hættu á útbreiðslu farsóttar ... .
Ekki verður séð, að ráðstafanir heilbrigðisyfirvalda hafi verið í samræmi við þessi ákvæði sóttvarnalaga undanfarnar vikur, þannig að hvorki hefur verið gætt meðalhófs né lögmætisreglu.
Hvorki ríkisstjórn né heilbrigðisyfirvöld hafa markað ákveðna stefnu til lengri tíma varðandi viðbrögð við Covid-19 farsóttinni. Þannig eru engin viðmið um ráðstafanir, sem eðlilegt er að grípa til m.v. tíðni smita eða annars. Heilbrigðisyfirvöld freistast því til að mæla fyrir um sem harðastar reglur, og ráðherra samþykkir þær allar án athugasemda og virðist ekki skeyta um lögmætisregluna, reglu um meðalhóf og jafnvel ekki ótvíræðan lagatexta sóttvarnalaga og hefur því, ef rétt er, gerzt sek um valdníðslu gagnvart borgurunum." [Undirstr. BJo.]
Höfundur þessa pistils getur með leikmannsaugum ekki séð annað en þessi röksemdafærsla og aðfinnslur hæstaréttarlögmannsins séu hárréttar og eigi fullan rétt á sér. Það er ekki að ófyrirsynju, að löggjafinn hefur takmarkað heimildir sóttvarnaryfirvalda til frelsisskerðandi aðgerða undir merkjum sóttvarna. Það er m.a. vegna þess, að honum, eins og ýmsum öðrum, er ljóst, að slíkar aðgerðir og afleiðingar þeirra, t.d. atvinnuleysi, hafa mjög slæm áhrif á andlegt og líkamlegt heilsufar fólks. Nýlega áætlaði "The National Bureau of Economic Research" í Bandaríkjunum, að 1,0 M dauðsföll yrðu þar vegna atvinnuleysis af völdum opinberra sóttvarnaráðstafana. Um 0,5 M manns eru nú skráðir látnir af völdum C-19 í BNA. Hérlendis er meira hlutfallslegt atvinnuleysi en í BNA, og er það að mestu leyti af völdum sóttvarnaráðstafana hérlendis og erlendis. Ef þetta atvinnuleysi hérlendis varir út árið 2021 að mestu óbreytt, verða heilsufarslegar og efnahagslegar afleiðingar hrikalegar og má ætla fjöldi þeirra, sem í valinn falla vegna sóttvarnaráðstafana, verði a.m.k. tífaldur fjöldi látinna vegna sjúkdómsins.
Nú er nýgengið innanlands aðeins um 0,3, og við þær aðstæður ber að aflétta þegar í stað öllum stjórnvaldshömlum sóttvarnayfirvalda samkvæmt laganna bókstaf. Jafnframt stingur "þrefalt öryggi" á landamærunum í stúf við varúðarráðstafanir annars staðar í Evrópu, þar sem víðast hvar er látið duga að krefjast sóttvarnarskírteinis. Hér á landi er þess krafizt auk tvöfaldrar skimunar með sóttkví á milli. Þetta er brot á lögmætisreglunni og meðalhófsreglunni. Seinni skimuninni og sóttkvínni ætti að sleppa, og er þá tvöfalt öryggi áfram.
Í lokin skrifaði Jón Magnússon:
"Nú er spurningin, fyrst reglurnar, sem hafa verið í gildi, ná markmiði sínu, hvort það sé ekki umfram meðalhóf að gera þessa kröfu um, að ferðamaður framvísi sérstöku PCR-prófi. Ekki verður annað séð en það sé umfram það, sem málefnaleg sjónarmið geta réttlætt, að gert sé.
Við beitingu valdheimilda verður að fara að lögum og í samræmi við staðreyndir. Sé það ekki gert, eru yfirvöld að níðast á borgurunum og geta bakað sér bótaskyldu gagnvart þeim. Mikilvægast er þó, að yfirvöld beri virðingu fyrir þeim lögum og lýðréttindum, sem gilda í landinu, og taki ákvarðanir í samræmi við þau."
Heilbrigðisráðherranum brást í upphafi bogalistin við að skilgreina viðfangsefnið, sem kórónuveiran SARS-CoV-2 færði Íslendingum. Í stað þess að ákveða, að hámarkssóttvarnir skyldi leggja til grundvallar ákvarðanatöku hefði átt að leggja lágmörkun heildartjóns samfélagsins til grundvallar. Sú aðferðarfræði er stærðfræðingum vel kunn og kallast beztun (optimisation). Í stað þess, að einn læknir geri tillögu til ráðherra, ætti sóttvarnarráð, sem skipað væri sóttvarnalækni, lögmanni, fulltrúa frá SA og frá ASÍ og Landlækni að gera tillögu til ráðherra. Landlæknir væri formaður sóttvarnaráðs og atkvæði væru greidd um hvern lið tillögunnar. Ráðherra ætti a.m.k. á 60 daga fresti að gefa Alþingi skýrslu um framkvæmdina, stöðu og horfur, og Alþingi að fjalla um stefnumarkandi þingsályktunartillögur, eins og þurfa þykir.
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.12.2020 | 13:39
Fullveldi í sviðsljósi
Merkileg bók, Uppreisn Jóns Arasonar, eftir Ásgeir Jónsson, Seðlabankastjóra, er nýkomin út. Höfundur þessa pistils er með hana á náttborðinu og hefur enn ekki lokið við hana. Það er þó ljóst af upphafinu, að Jón Arason, Hólabiskup, hefur verið einstakur maður, og saga hans á sér enga hliðstæðu hérlendis.
Jón Arason fór fyrir vopnaðri uppreisn gegn yfirráðum Danakonungs hérlendis. Hann var í bandalagi við Hansakaupmenn frá Hamborg, sem höfðu stundað frjáls viðskipti við landsmenn í heila öld, öllum til hagsbóta, er Jón lét til sín taka. Danska konungsvaldið var tiltölulega veikt á þessum tíma, og það var alveg raunhæf fyrirætlun Hólafeðga að viðhalda hér katólskri trú, a.m.k. um sinn, og Hólaherinn var í raun svo öflugur, að hann gat náð yfirhöndinni í viðureigninni við konungsmenn, enda höfðu Hamborgarar séð honum fyrir vopnum.
Því miður mættu Hólafeðgar ekki til bardaga, heldur til samningaviðræðna við Daða í Snóksdal um jörðina Sauðafell haustið 1550. Daði, hins vegar, bjóst til bardaga og náði að safna meira liði á Vesturlandi og yfirbugaði þá feðga á Sauðafelli í Dölum, og þar með var úti um stórpólitísk áform Hólafeðga.
Það er að vísu spurning, hvað gerzt hefði á Íslandi árið eftir, ef Hólaherinn hefði haft betur á Sauðafelli haustið 1550, því að Danakonungur, lúterstrúarmaðurinn Kristján III., samdi við Hansakaupmenn um að láta af stuðningi sínum við Jón, biskup, og sendi þýzka "sveitastráka - Landknechten", harðdræga og vel vopnum búna málaliða til Íslands, væntanlega með fyrirmæli um að ganga á milli bols og höfuðs á biskupinum og herforingjum hans.
Jón Arason var æðsti fulltrúi páfa á Íslandi, eftir að lúterskur biskup var settur yfir Skálholtsbiskupsdæmi að Ögmundi Pálssyni gengnum. Jón barðist þess vegna ekki fyrir sjálfstæði landsins, en hann mun hafa talið miklu vænlegra, að það nyti verndar Þýzkalandskeisara, sem þá var hinn kaþólski Karl V., en Danakonungs. Í ljósi þróunarinnar hér í síðaskiptunum og áratugina á eftir, klausturrána og flutnings gríðarlegra verðmæta úr landi, viðskiptahamla, einveldis og einokunarverzlunar, þar sem kóngsi ákvað verzlunarstaði og verð, er líklegt, að landinu mundi hafa vegnað betur undir vernd Þjóðverja og með frjáls viðskipti við umheiminn, aðallega við Hansakaupmenn. Hversu lengi sú skipan mála hefði haldizt, eða hvað hefði tekið við, er óvíst, en staða Jóns Arasonar í sögunni á sér enga hliðstæðu hérlendis. Hann var einstakur og vinsæll af alþýðu manna, enda af alþýðufólki kominn, og almannatengsl hans voru mjög virk með kveðskap hans, sem barst frá manni til manns um landið allt. Enginn maður hérlendur hefur fengið veglegri líkfylgd en hann. Norðlendingar sóttu líkamsleifar þeirra feðga um veturinn fljótlega eftir aftökurnar og fluttu heim til Hóla. Þeir hefndu morðanna grimmilega að áeggjan Þórunnar, dóttur biskups.
Í hausthefti Þjóðmála er ítarleg og ritrýnd grein eftir Arnar Þór Jónsson, dómara, sem hann nefnir:
"Sjálfstæðisbaráttan nýja".
Þar leggur hann út af þróun EES-samstarfsins, sem hann hefur áhyggjur af, að sé á þeirri ólýðræðislegu braut, að íslenzk yfirvöld telji sig skuldbundin til að taka við þeirri ESB-löggjöf, sem Framkvæmdastjórnin telur rétt, að fái lagagildi í EFTA-löndum EES, þótt allt annað sé uppi á teninginum í EES-samninginum sjálfum samkvæmt orðanna hljóðan og Norðmenn líti öðruvísi á málið, þegar þeim býður svo við að horfa.
Þetta eru orð í tíma töluð, og þessi grein þarf að hljóta verðuga umfjöllun. Aðild Íslands að samninginum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) er ekki eina hugsanlega samstarfsform Íslands við ESB á sviði viðskipta. Sviss hefur annan hátt á; hefur gert yfir 100 samninga við ESB á sviði viðskipta, mennta og menningar. Bretar vilja gera víðtækan viðskiptasamning við ESB í stað ESB-aðildar, en samningar hafa strandað aðallega á þrennu:
1) ESB vill halda áfram fiskveiðum sínum innan fiskveiðilögsögu Bretlands, eins og ekkert hafi í skorizt, a.m.k. í einn áratug. Það er fremur ólíklegt, að ESB mundi taka upp þessa kröfu á hendur Íslendingum í samningum um fríverzlun, því að þeir hafa engin fiskveiðiréttindi haft hér í tæplega hálfa öld.
2) Framkvæmdastjórnin vill, að ESB-dómstóllinn verði endanlegur dómstóll í ágreiningsmálum um framkvæmd viðskiptasamningsins. Á slíkt er ekki hægt að fallast hérlendis fremur en í Bretlandi, en gerðardómur á vegum EFTA og ESB gæti komið í staðinn eða WTO-Alþjóða viðskiptastofnunin í ágreiningsmálum Íslands og ESB eftir gerð fríverzlunarsamnings á milli EFTA og ESB.
3) ESB vill samræmdar samkeppnisreglur á milli Bretlands og ESB. Bretar ætla sér að veita ESB-ríkjunum harða samkeppni, en ekki er líklegt, að þetta verði ásteytingarsteinn í samningaviðræðum Íslands/EFTA við ESB.
Það gætu skipazt svo veður í lofti eftir Stórþingskosningar í Noregi haustið 2021, að jarðvegur myndist fyrir því að leysa EES-samninginn af hólmi með víðtækum fríverzlunarsamningi á milli EFTA og ESB. Í Noregi eru miklar áhyggjur og deilur út af fullveldisógnandi áhrifum ýmissar lagasetningar, sem ESB vill, að Stórþingið í Ósló innleiði. Senterpartiet mælist nú með mest fylgi, og ef fram fer sem horfir, verður mynduð ný ríkisstjórn í Noregi næsta haust um gjörbreytta stjórnarstefnu, þar sem afstaðan til ESB verður endurskoðuð. Ef þetta gerist, verður ekki meirihluti í Stórþinginu fyrir Orkupakka 4, og hann er þá dauður gagnvart EFTA-ríkjunum, þ.e. honum verður hafnað í Sameiginlegu EES-nefndinni, ef hann á annað borð verður lagður fram þar.
Við höfum líka séð harkaleg afskipti fjölþjóðlegs dómstóls, þar sem Ísland á aðild, af íslenzkum innanlandsmálum án eðlilegrar og fullgildrar ástæðu. Slíkt verður þá að líta á sem ögrun við íslenzkt fullveldi, eins og Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, vakti athygli á í hugvekju í Morgunblaðinu 5. desember 2020:
"Með hjartað í buxunum".
Hún hófst þannig:
"Nú hefur Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) lokið dómi á málið, sem þar hefur verið til meðferðar í tilefni af skipun dómara í Landsrétt. Sú furðulega niðurstaða hefur orðið ofan á hjá dómstólnum, að dómurinn, sem dæmdi hér á landi í máli kærandans, hafi ekki verið réttilega skipaður, til að kröfu 6. gr. mannréttindasáttmálans teldist fullnægt. Þessi niðurstaða er að mínum dómi alveg fráleit og felur ekkert annað í sér en afskipti eða inngrip í fullveldisrétt Íslands."
Það er mjög mikill fengur að þessum úrskurði hins lögfróða og reynda manns, því að nákvæmlega hið sama blasir við þeim, sem hér heldur á fjaðurstaf, og mörgum öðrum leikmönnum á sviði lögfræði. Fjaðrafokið, sem dómur neðri deildar MDE í sama máli olli, og sú ákvörðun að áfrýja honum til efri deildar, var ástæðulaus og pólitískt röng. Það sýnir dómgreindarleysi viðkomandi ráðherra (ÞKRG) og ráðgjafa hennar að ímynda sér, að efri deildin, með sama íslenzka dómarann innanborðs og var í neðri deildinni við uppkvaðninguna þar, myndi snúa niðurstöðu neðri deildar við.
Þessi dómstóll hefur ekki lögsögu hér. Svo er Stjórnarskránni fyrir að þakka. Við einfaldlega ákveðum í ró og næði, hvað við teljum bitastætt frá þessum dómstóli. Í þessu tiltekna máli var um þvílíkan sparðatíning að ræða, að furðu sætir, að dómstóllinn skuli ekki hafa vísað kærumálinu frá. Hæstiréttur Íslands hefur kveðið upp þann dóm í málinu, sem þarf að hlíta hérlendis. Það er maðkur í mysunni, og Sigríður Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, hefur kallað gjörninginn pólitískt at. Þetta at heppnaðist, því að þessi ágæti ráðherra var hrakinn úr embætti. Hafði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, lítinn sóma af því.
"Það er eins og MDE hafi verið að leita að tilbúnum ástæðum til að finna eitthvað athugavert við skipun þessa dómara í embætti. Manni gæti helzt dottið í hug, að einhver dómaranna við réttinn hafi þekkt kæranda eða lögmann hans, ef maður vissi ekki, að sjónarmið af þessu tagi koma auðvitað ekki til greina hjá svona virðulegri stofnun, eins og dómstóllinn er."
Er nema von, að hugur hæstaréttarlögmannsins leiti á fjarlæg mið í leit að skýringu, en það væri reyndar alveg óskiljanlegt, ef þessi vegferð væri einhvers konar greiði íslenzka dómarans við æskuvin sinn. Hvílíkri spillingu og hrossakaupum hjá MDE í Strassborg lýsir það ? Það er ótrúlegra en söguþráður lélegrar skáldsögu í jólabókaflóði á Íslandi. Þeir vinirnir skála líklega og hlæja ótæpilega næst, þegar leyft verður að hittast innan 2 m.
Í lok greinar Jóns Steinars kom rúsínan í pylsuendanum:
"Þegar dómstóllinn ytra kemst að svona niðurstöðu, er hann að brjóta freklega gegn fullveldi Íslands. Þessi erlenda stofnun hefur engan afskiptarétt af efni íslenzkra lagareglna um skipun dómara, svo lengi sem í þeim reglum felst ekki í sjálfum sér beint brot á réttindum sakbornings, t.d. með því að láta verjanda hans eða eiginkonu dæma.
Svo er eins og hjartað sigi ofan í buxur hjá flestum Íslendingum, þegar þessi erlendu fyrirmenni hafa sent frá sér valdskotna ákvörðun sína, sem enga stoð hefur í lögskiptum okkar við þá [þ.e. þau-innsk. BJo]. Í stað þess að velta vöngum yfir því, hvernig bregðast skuli við ofbeldinu með undirgefnum ráðstöfunum, ættu landsmenn að hvetja forráðamenn þjóðarinnar til að mótmæla þessari aðför hástöfum og gera grein fyrir því, sem augljóst ætti að vera, að við lútum ekki ríkisvaldi úr höndum þessarar stofnunar á borð við það, sem nú var að okkur rétt. Sjálfstætt og fullvalda ríki lætur ekki bjóða sér slíkt."
Þetta er hverju orði sannara, og Sjálfstæðisflokkurinn þarf nú að standa undir nafni og hafa forgöngu um það, sem hæstaréttardómarinn fyrrverandi skrifar hér að ofan. Dómsmálaráðherrann er ritari flokksins og henni stendur það næst að hafa forgöngu um verðugt svar til Strassborgar. Pistill hennar í Morgunblaðinu 9. desember 2020 drepur þó í dróma alla von um það. Er það þá svo, að álykta verði, að sú lyddulýsing, sem hæstaréttarlögmaðurinn viðhefur hér að ofan (um líffæri og klæði), eigi m.a. við um hana ?
Það er hins vegar alveg víst, að fyrrverandi dómsmálaráðherra, Sigríður Á. Andersen, hefur ekki misst hjartað ofan í buxurnar við þessi tíðindi frá Strassborg og mun taka málstað fullveldisins í þessu máli hér eftir sem hingað til. Hún er með hreinan skjöld í þessu máli, enda varaði hún bæði þingforsetann og forseta lýðveldisins við þeirri aðferð þingsins að greiða atkvæði um alla umsækjendur um dómaraembætti í Landsrétti, sem hún mælti með, í einu lagi, en MDE fetti fingur út í það.
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.6.2019 | 10:35
Fyrirvarinn við virkni OP#3 gerir illt verra
Lagalegur fyrirvari utanríkisráðherra og iðnaðarráðherra, sem færa á í landslög í kjölfar innleiðingar Orkupakka #3 í heild sinni í landsrétt Íslands, er fullkomlega misheppnaður og verða Íslandingar betur settir án hans en með hann. Klúður ráðherranna er, að án þessa fyrirvara um, að umsókn um leyfi fyrir sæstreng verði ekki samþykkt án heimildar Alþingis, mun þingsályktunartillaga OP#3 sennilega ekki fá framgang á Alþingi. Hvernig víkur þessu erkiklúðri ráðherranna við ?
Ríkisstjórnin hefur lagt úr vör með þá tillögu til Alþingis að innbyrða OP#3 í heilu lagi í íslenzkan landsrétt, en líta svo á, að valdheimildir til ACER um millilandatengingar í reglugerð #713/2009 gildi ekki, á meðan enginn er millilandasæstrengurinn. Þetta er eins og að gera ráð fyrir því, að engin umferðarlög gildi í landinu, á meðan engin er umferðin, eða með öðrum orðum lögfræðingaloftfimleikar. Óhjákvæmilega fara umferðarlögin að virka með fyrsta vegfarandanum, og hið sama á við um ACER-löggjöfina. Hún verður virk, þegar fyrsta sæstrengsverkefnið verður kynnt til sögunnar og ekki síðar en við afhendingu leyfisumsóknar til viðkomandi yfirvalda. Þessi skilningur er áréttaður í OP#4.
Í andvana fæddri tilraun til að viðhalda þeirri ímynduðu stöðu, að #713/2009 gildi ekki fyrr en hingað hefur verið lagður sæstrengur, ætlar ríkisstjórnin að biðja Alþingi, í kjölfar innleiðingar OP#3, um að samþykkja lög, sem banna Landsneti að setja sæstrenginn á framkvæmdaáætlun, og þar með verður Orkustofnun að hafna umsókn. Við það losnar fjandinn úr grindum. Vilji Evrópusambandið beita afli sínu og lagalegum rétti samkvæmt OP#3 og viðbótum við #713/2009, #714/2009 og #715/2009, innviðareglugerðinni, #347/2013, þá mun ESB hafa afgreiðslu sæstrengsumsóknar í sínum höndum, eins og sýnt var fram á í síðasta vefpistli,
https://bjarnijonsson.blog.is/blog/bjarnijonsson/entry/2236783
Þetta lagalega klúður mun annars vegar leiða til lögbrots gagnvart EES-samninginum, gr. 7, um nákvæma innleiðingu samþykktra reglugerða ESB í Sameiginlegu EES-nefndinni í landsrétt, og hins vegar munu rekast á lögin, sem innleiða ACER reglugerð #713/2009 í íslenzkan rétt og bannlög Alþingis við millilandatengingum. Hér er sem sagt um lagalegt erkiklúður að ræða hjá ríkisstjórninni, sem valda mun EES-samstarfinu skaða, verða Íslendingum til álitshnekkis á erlendri grund og síðast, en ekki sízt, getur þessi flónska bakað ríkissjóði tugmilljarða ISK skaðabótaskyldu.
Lausnin á þeim vanda, sem upp er kominn, er að draga hina meingölluðu þingsályktunartillögu utanríkisráðherra til baka og semja nýja, sem kveður á um að endursenda OP#3 til Sameiginlegu EES-nefndarinnar með ósk um samningaviðræður um tilgreindar undanþágur fyrir Ísland, helzt fyrir allan OP#3. Lagalega er það öruggasta leiðin. Hvernig víkur téðu klúðri við ?
EES-rétturinn (Evrópurétturinn) er æðri landsrétti. Það er tekið fram í EES-samninginum og skrýtið, að það skyldi í upphafi hafa verið talið samrýmast stjórnarskrá Íslands og jafnvel Noregs, þótt fyrirkomulagið væri hugsað til bráðabirgða, a.m.k. að hálfu ESB og Noregs. EES-samningurinn er æðri stjórnlögum landanna. Það er eiginlega hneyksli.
Þetta þýðir m.a., að lögin, sem veita ACER reglugerðum gildi á Íslandi, eru æðri lögunum, sem eiga að taka t.d. reglugerð #713/2009 úr gildi að íslenzkum rétti. Hvernig getur þetta vafizt fyrir lögfræðingum Stjórnarráðsins og Alþingismönnum ? Fyrirvaralögin (bann við sæstreng) eru þar að auki á öndverðum meiði við samþykkt Sameiginlegu EES-nefndarinnar frá 5. maí 2017 um innleiðingu OP#3 í EES-samninginn. Málatilbúnaður ráðherranna tveggja, sem mest hafa vélað um OP#3, er fullkomið fúsk, sem gersamlega glórulaust er fyrir Alþingi að leggja blessun sína yfir og valda mun okkur skaða á alþjóðavettvangi. Alþingi verður að taka í taumana, þegar samvizku þingmanna er misboðið, hvað sem líður pólitískum hrossakaupum, metnaðargirni þingmanna eða kjánalegri flokkshollustu við heybrækur.
Tillaga ríkisstjórnarinnar er brot á EES-samninginum, gr. 7, sem efnislega er á þessa leið: Réttarákvæði, sem fjallað er um í viðhengi við þennan samning eða taka skal þar inn, skulu vera lagalega bindandi fyrir samningsaðilana og skulu vera eða verða í viðkomandi landsrétti með eftirfarandi hætti: a) réttarákvæði samsvarandi ESB-reglugerð skal sem slík vera hluti af landsrétti; .... . Þetta þýðir, að allar reglugerðir verður að taka orðrétt inn í lagasafn aðildarlandanna án undanþágu. Fyrirvaralögin eru brot á þessu ákvæði EES-samningsins og þar með lögbrot. Sjá menn ekki í hendi sér þá gríðarlegu réttaróvissu, sem hér er lagt úr vör með ?
Að sjálfsögðu sáu höfundar EES-samningsins fyrir varðhundi til að fylgjast nákvæmlega með þessari framkvæmd. Þar er um að ræða Eftirlitsstofnun EFTA-ESA, sem speglar Framkvæmdastjórnina ESB-megin. Hún hefur í stuttu máli það verkefni að sjá svo um, að farið sé eftir ákvæðum EES-samningsins. Það fer ekki á milli mála, að ESA mun fjalla um þá vafasömu leið, sem Alþingi nú stefnir á að fara, verði hún farin, og þá er óhjákvæmilegt, að ESA geri við þessa fordæmalausu leið alvarlega athugasemd, því að verði ekki fettur fingur út í þessa aðferð, er komin samþykkt á sjálfdæmi EFTA-ríkjanna við að plokka rúsínur út úr samþykktum Sameiginlegu EES-nefndarinnar til innleiðingar að eigin geðþótta. Slíkt atferli brýtur allt EES-fyrirkomulagið niður og verður ekki liðið.
Engu máli skiptir í þessu sambandi, hvað EFTA-fulltrúarnir í Sameiginlegu EES-nefndinni kunna að hafa dregizt á að lýsa yfir að beiðni íslenzka utanríkisráðuneytisins, nú eða sjálfur orkukommissar Framkvæmdastjórnarinnar. Ekkert af því hefur nokkurt lagalegt gildi gagnvart ESA og EFTA-dómstólinum, sem eru bundin af sínum réttarákvæðum, sem verður að framfylgja; annars leysist EES upp í réttaróreiðu.
Ef Ísland fer út af sporinu í þessum efnum, getur ESA lagt þetta ágreiningsmál við ríkisstjórnina fyrir EFTA-dómstólinn. Dómur hans er lagalega bindandi fyrir Ísland.
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.6.2017 | 10:57
Leikrit við frumskipun Landsréttar
Það er vandaverk að búa til kerfi fyrir skipun lögfræðinga í dómaraembætti, sem tryggi kjörsamsetningu dómarahóps, hvort sem dómararnir eiga að starfa í Héraðsdómi, Landsrétti eða Hæstarétti, og það þarf að vanda mjög val á einstaklingum í öll dómaraembætti. Þar þarf að vera valinn maður í hverju rúmi. Líklega er bezt, að sama fyrirkomulag ríki á valinu fyrir öll 3 dómsstigin. Núverandi fyrirkomulag þarfnast endurskoðunar að mati dómsmálaráðherra og margra annarra.
Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, ritaði fróðlega grein í Morgunblaðið sunnudaginn 4. júní 2017, "Hlutverk Alþingis":
"Fyrirkomulag við skipan dómara hefur verið með ýmsum hætti fram til þessa og mismunandi eftir því, hvort við á Hæstarétt eða héraðsdómstól. Dómsmálaráðherra skipaði áður fyrr hæstaréttardómara eftir umsögn Hæstaréttar, en 3 manna dómnefnd fjallaði um umsækjendur héraðsdóma áður en ráðherra tók ákvörðun um skipun.
Árið 2010 var sett á laggirnar 5 manna dómnefnd, sem hefur síðan fjallað um umsækjendur um bæði stöður héraðsdómara og hæstaréttardómara. Um leið var vægi nefndarinnar aukið þannig, að ráðherra hefur verið bundinn við niðurstöðu hennar. Þó er það ekki fortakslaust, því að sérstaklega er kveðið á um, að ráðherra geti vikið frá mati nefndarinnar, en þá verður hann að bera það undir Alþingi.
Í greinargerð með frumvarpi með þessari breytingu er sérstaklega áréttað, að veitingavaldið sé hjá ráðherra. Það sé enda eðlilegt, að valdið liggi hjá stjórnvaldi, sem ber ábyrgð á gerðum sínum gagnvart þinginu [undirstr. BJo].
Með lögum um Landsrétt var svo kveðið á um, að við skipun dómara í fyrsta sinn yrði ráðherra að bera tillögu sína upp við Alþingi, hvort sem ráðherra gerði tillögu um að skipa dómara alfarið í samræmi við niðurstöðu dómnefndar eða ekki."
Á grundvelli þessa skýtur skökku við, að nokkur skuli draga í efa vald ráðherra til að hvika frá tillögu dómnefndar um 15 fyrstu dómendur í nýstofnuðum Landsrétti, úr hópi 37 umsækjenda, og það vitnar beinlínis um dómgreindarleysi að saka ráðherrann um valdníðslu í ljósi þess, að mikill meirihluti fulltrúa landsmanna á Alþingi staðfestu gjörning ráðherrans. Löggjafarsamkoman hafði búið svo um hnútana, að hún hefði lokaorðið um þessa frumskipun, væntanlega til að geta tekið í taumana, ef henni þætti tillögugerð ótæk.
Á Alþingi þótti mönnum 15 manna hópur dómnefndar einmitt vera ótækur í þessu tilviki, og þá átti ráðherra ekki annarra kosta völ en að breyta þessum 15 manna hópi. Þetta og fleira gerir málshöfðun á hendur ráðherra út af veitingunni alveg út í hött, og hún er aðeins til vitnis um öfgafull tapsárindi, sem bera viðkomandi lögmanni, lögskýringum hans og persónueinkennum, slæmt vitni.
"Ráðherra varð strax ljóst, eftir viðræður við forystumenn flokkanna, að niðurstaða dómnefndar um skipan dómara við Landsrétt myndi ekki hljóta brautargengi á Alþingi. Rökstuðningur ráðherra hefði þar engu breytt. Sjálfum fannst ráðherra niðurstaða nefndarinnar of einstrengingsleg.
Að virtum öllum sjónarmiðum, sem máli skipta, gerði ráðherra tillögu til Alþingis um tiltekna 15 einstaklinga úr hópi þeirra 24, sem hann hafði metið hæfasta. Virtist mikil og góð sátt um tillögu ráðherra í upphafi. Það breyttist, hvað stjórnarandstöðuflokkana varðaði."
Það má geta nærri, að leikritið, sem þá fór í gang á Alþingi og í fjölmiðlum, hafi verið að undirlagi einhvers tapsárs, sem ekki ber meiri virðingu fyrir Alþingi, löggjafarsamkomunni, en svo, að hann telur við hæfi að efna til æsingarkenndrar umræðu um alvarlegt og mikilvægt mál. Ekki bætti úr skák, að skýrslu dómnefndar, eða kjarna hennar, var lekið í fjölmiðla, sem er algerlega óviðunandi fyrir alla, sem hlut eiga að máli. Verður sá leki rannsakaður ?
Eftir þessa atburðarás er óhjákvæmilegt að taka skipun dómara til endurskoðunar. Það er engin ástæða til að hafa mismunandi fyrirkomulag fyrir dómstigin 3, heldur er kostur við að hafa samræmt vinnulag fyrir þau öll. Sama dómnefndin getur séð um matið á dómaraefnum fyrir öll dómstigin þrjú, en það þarf að standa öðruvísi að vali dómnefndar, og hún verður að fá nákvæmari forskrift frá Alþingi en núverandi dómnefnd fékk, svo að hún hlaupi ekki út um víðan völl.
Það má hugsa sér, að Alþingi kjósi 4 nefndarmenn, stjórnarliðar 2 og stjórnarandstaða 2, og sé einn af hvoru kyni í hvorum hópi. Hæstiréttur tilnefni þann 5., sem verði formaður.
Verkefni dómnefndar verði að flokka hæfa umsækjendur frá óhæfum og gefa þeim hæfu einkunn eftir hæfni á hverju sviði, t.d. á sviðum fræðimennsku, dómstólastarfa, lögmennsku, stjórnsýslu, en sleppa því að vigta saman þessi hæfnissvið. Einkunnir séu í heilum tölum frá 0-10. Nákvæmni núverandi dómnefndar með aðaleinkunn með tveimur aukastöfum er alveg út í hött. Matsnákvæmnin leyfir ekki slíkt, nema umsækjendur séu látnir þreyta próf.
Það á ekki að vera hlutverk dómnefndar að vega hin ólíku hæfnissvið saman í eina einkunn, enda er óljóst, hvernig dómnefnd Landsréttarumsækjenda ákvarðaði mismunandi vægi færnisviðanna, heldur á það að vera verkefni þess, sem með veitingarvaldið fer, dómsmálaráðherrans. Hann verður við þá vigtun að vega og meta á hvaða sviðum viðkomandi dómstóll þarf helzt styrkingar við í hvert sinn, og ákvarða vægistuðlana út frá því. Það var einmitt það, sem Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra gerði, þegar hún vék frá þröngri og hæpinni raðaðri tillögu dómnefndarinnar með því að styrkja hópinn með þekkingu og reynslu af dómstólastörfum. Það var fullkomlega málefnalegt sjónarmið.
Haukur Örn Birgisson, hæstaréttarlögmaður, ritaði á Sjónarhóli Morgunblaðsins 1. júní 2017 greinina
"Hæfir dómarar". Þar sagði m.a.:
"Ég hef áður gagnrýnt það á þessum vettvangi, að val á dómurum sé sett í hendurnar á hæfnisnefndum, sem ekki njóta lýðræðislegs umboðs og bera ekki stjórnskipulega ábyrgð á skipununum. Á meðan ráðherra er í lögum falið að skipa dómara og bera ábyrgð á slíkum ákvörðunum, pólitískt og stjórnskipulega, er eðlilegt, að hann leggi sjálfstætt mat á þá, sem skipaðir eru. Með núverandi fyrirkomulagi virðist valnefnd geta stillt ráðherra upp við vegg með því að veita ráðherra ekkert svigrúm við skipunina, líkt og gert var í þessu tilviki."
Valnefndin stillti ekki aðeins dómsmálaráðherra upp við vegg, heldur hinu háa Alþingi líka, með því að búa sér til innri vog á mikilvægi hvers frammistöðuþáttar. Upp á þessu tók dómnefndin án nokkurrar forskriftar um það, og það er vafasamt, að hún hafi haft heimild til slíkrar ráðstöfunar.
Haukur Örn skrifar t.d., að reynsla umsækjenda af stjórnun þinghalda og samningu dóma hafi ekki fengið neitt vægi hjá dómnefndinni. Það sýnir, að störf dómnefndarinnar eru gölluð og að nauðsynlegt er að njörva verklagsreglu dómnefndar niður með lögum eða reglugerð. Með gagnrýniverðri einkunnagjöf batt dómnefndin hendur ráðherra og Alþingis, en ráðherra leysti greiðlega úr því, enda stóðu engin rök til þess, að einvörðungu 15 væru hæfir til embættanna. Það voru röng skilaboð til umsækjenda og annarra, sem hug hafa á þessum málum.
"Sitt sýnist auðvitað hverjum um listann, og eðlilega eru þeir, sem duttu út af listanum, óánægðir. Einn aðili, Ástráður Haraldsson, lögmaður, einn umsækjendanna, sem duttu út af lista ráðherra, var snöggur til og hljóp fram með nokkrum gífuryrðum strax og fréttist af tillögu ráðherra. Sendi hann opið bréf á forseta Alþingis, þar sem fullyrt var, að ráðherra hefði gerzt lögbrjótur með athæfi sínu og að þingheimur mætti ekki leggja blessun sína við slík lögbrot. Taldi hann það t.d. ekki standast lög, að ráðherra ætlaði sér að leggja fram 15 einstaklinga í einum "pakka", auk þess sem verulega hefði vantað upp á rökstuðning ráðherra fyrir tillögunni.
Hvað fyrra atriðið varðar, er augljóst mál, að umsækjandinn lagði ekki á sig að kynna sér tillögu ráðherrans áður en hann lýsti yfir lögbroti hennar. Enda virðist það aldrei hafa staðið til hjá ráðherranum að óska eftir því við þingmenn, að þeir samþykktu allar 15 tilnefningarnar í einu, heldur ávallt gengið út frá því, að kosið yrði um hvern og einn umsækjanda.
Hið sama má segja um seinna umkvörtunarefnið. Ráðherra fylgdi tillögu sinni eftir með útskýringum og rökstuðningi, sem hann hefur nú látið þingmönnum í té. Svo virðist sem bréf umsækjandans hafi því falið í sér frumhlaup, sett fram í þeim tilgangi að hræða þingmenn í átt að sérstakri niðurstöðu."
Það er einsdæmi hérlendis, að umsækjandi um dómarastöðu eða aðra opinbera stöðu hlaupi opinberlega svo hrapallega á sig "í ráðningarferlinu" sem Ástráður Haraldsson í þessu máli. Það er skrýtið, að slíkur gallagripur skuli lenda í hópi 15 efstu hjá dómnefndinni. Öll málafylgja og gífuryrði téðs Ástráðs í þessu máli sýna almenningi svart á hvítu, að hann átti ekkert erindi í Landsrétt.
Það er stormur í vatnsglasi að ásaka ráðherra um lögbrot fyrir að leggja tillögu sína fram sem heild, en ekki í 15 liðum. Ákvörðun um þetta var tekin af yfirstjórn þingsins, og þingið samþykkti þetta form, enda alvanalegt þar. Allir vissu, að hver þingmaður gat gert þá grein fyrir atkvæði sínu, að undanskilja einhverja frá samþykki sínu. Þingmönnum var ennfremur í lófa lagið að fara fram á atkvæðagreiðslu um hvern og einn, og samkvæmt þingsköpum hefði slík beiðni verið samþykkt. Hér var um hreint framkvæmdaatriði að ræða, sem fráleitt er að kalla lögbrot. Þá væru fjölmargar atkvæðagreiðslur á þingi um nokkra liði í einu lögbrot. Þetta upphlaup Ástráðs missti þess vegna algerlega marks og ber einvörðungu vott um mjög óvönduð vinnubrögð, sem allir dómarar í landinu verða að vera hátt hafnir yfir.
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2017 | 14:22
Alvarlegar ásakanir
Mjög óþægilegt mál fyrir þjóðina hefur undanfarin misseri grafið um sig varðandi 3. stoð ríkisvaldsins, dómsvaldið, en það eru ásakanir hæstaréttarlögmanns og fyrrverandi dómara við Hæstarétt, Jóns Steinars Gunnlaugssonar, JSG, í garð fyrrverandi meðdómara sinna, sem eftir öllum sólarmerkjum að dæma hafa verið vanhæfir til að dæma um lögbrot fyrrverandi bankamanna og virðast hafa beitt sér með ósæmilegum hætti gegn honum í aðdraganda skipunar hans í stöðu hæstaréttardómara.
Jón Steinar hefur birt nokkrar greinar í Morgunblaðinu og skrifað bækur um efnivið, sem er þess eðlis, að ekki er hægt að láta liggja í þagnargildi, nema enn meira tjón hljótist af. Ef Alþingi og Innanríkisráðherra ætla á nýju ári, 2017, að stinga höfðinu í sandinn, þegar jafnalvarlegar ásakanir eru hafðar uppi af fyrrverandi innanbúðarmanni í Hæstarétti í garð nokkurra dómara æðsta dómstigs landsins, einkum þess áhrifamesta og langvarandi forseta réttarins, þá bregðast hinar stoðir ríkisvaldsins líka skyldum sínum. Er þá fokið í flest skjól, og ekki verður þá önnur ályktun dregin en alvarleg meinsemd (rotnun) hafi náð að grafa um sig á æðstu stöðum. Það er óhjákvæmilegt að stinga á slíku kýli, þótt sársaukafullt verði, og fjarlægja gröftinn.
Grein JSG í Morgunblaðinu 2. janúar 2017:
"Hvað láta Íslendingar bjóða sér ?",
hefst þannig:
"Fráfarandi forseti Hæstaréttar og samdómarar hans hafa brotið gegn lagaskyldum sínum og misfarið með vald sitt. Þá þarf að kalla til ábyrgðar."
Fram kemur í greininni, að staðfest leyfi rétt bærs aðila til handa hæstaréttardómara að eiga ákveðin hlutabréf og fjalla samtímis um málefni sakborninga í sama eða tengdum félögum (banka), hafi ekki verið lagt fram. Síðan segir:
"Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu, að vísa skyldi ætluðum sökum hinna ákærðu í þessum málum frá dómi í stórum stíl. Allir sáu, að hér voru á ferðinni úrlausnir, sem engu vatni héldu. Er gerð grein fyrir þessu á bls. 378-384 í bók minni, "Í krafti sannfæringar", sem út kom á árinu 2014."
Síðan er drepið á málaferli gegn bankamönnum fyrir verknaði, er talið var, að veikt hefðu bankana í Hruninu og e.t.v. átt þátt í því:
"Sumir dómaranna höfðu verið þátttakendur í fjármálaumsvifum á vettvangi bankanna fyrir hrunið, mismiklum þó. Þar virðist fráfarandi forseti réttarins hafa verið sýnu stórtækari en aðrir. Þeir urðu svo fyrir umtalsverðu fjártjóni af völdum þess. Um þetta vissi enginn.
Þetta aftraði þeim ekki frá að taka sæti í þessum málum og fella þunga dóma yfir hinum ákærðu. Það hefur vakið athygli, að í mörgum þessara mála hafa hinir ákærðu verið sakfelldir fyrir umboðssvik án þess, að fyrir hafi legið ásetningur þeirra til auðgunar á kostnað viðkomandi banka og án þess að sérstök hætta hafi einu sinni verið á slíku."
Í augum leikmanns eru dómarar við Hæstarétt hér sakaðir um að hafa látið sín viðskiptatengsl við fjármálastofnun hafa veruleg áhrif á úrskurð sinn í mikilsverðum dómsmálum. Eins og allt er í pottinn búið, gefur augaleið, að ekki verður undan því vikizt að fá botn í málið og leiða það til lykta, svo að þeir axli sín skinn, sem brotið hafa af sér, en hinir verði sýknir saka.
Síðan skýrir JSG frá illvígri aðför dómara við Hæstarétt að sér í þremur liðum til að hræða hann frá að sækja um embætti hæstaréttardómara 2004 með hótunum um misbeitingu meirihluta dómaranna á umsagnarrétti sínum um umsækjendur. Þetta er gjörsamlega siðlaust athæfi dómaranna, ef satt er, og rýrir svo mjög traust til þeirra, að Alþingi og Innanríkisráðherra er með engu móti stætt á öðru en að hleypa opinberri rannsókn af stokkunum til að komast til botns í málinu.
Nú skal ekki fella dóm hér, enda engin efni til þess, en ef samsæri á vinnustað gegn umsækjanda um starf á sama vinnustað kæmist upp og sannaðist, væri það hvarvetna talið ólíðandi óþokkabragð, þar sem vegið væri freklega að borgaralegum réttindum einstaklings og að orðstír hans, og einnig vinnur einelti af þessu tagi augljóslega gegn hagsmunum vinnustaðarins og vinnuveitandans, sem kappkostar að ráða starfsmann með eftirsótta hæfileika, getu og þekkingu, en alls ekki þann, sem líklegastur er til að falla bezt í klíkukramið á vinnustaðnum og láta bezt að stjórn klíkustjórans á hverjum tíma, ef slíkur er á viðkomandi vinnustað. Ef rökstuddur grunur kemur upp um, að eitthvað þessu líkt viðgangist í Hæstarétti Íslands, eins og nú hefur komið á daginn, eru viðkomandi stjórnvöld, Alþingi og Innanríkisráðherra, að lýsa yfir blessun sinni á slíku ófremdarástandi með aðgerðarleysi. Slíkt hlýtur þá að lokum að hafa stjórnmálalegar afleiðingar.
"Dómarar við Hæstarétt hafa ekki hikað við að brjóta gegn lagaskyldum sínum og misfara með vald sitt til að koma fram niðurstöðum, sem þeim hafa fundizt æskilegar, hvað sem réttum lagareglum líður. Þeir hafa þá að líkindum treyst því, að þeir gætu farið fram í skjóli leyndar um atriði, sem skipt hafa meginmáli fyrir dómsýslu þeirra."
Nú stendur svo á, að þetta er líklega harðasta og alvarlegasta gagnrýni, sem komið hefur fram á störf hæstaréttardómara frá stofnun Hæstaréttar Íslands. Væri þá ekki við hæfi, að yfirvöldin rækju af sér slyðruorðið og gripu til réttmætra aðgerða til að komast til botns í málinu og bæta orðstír Hæstaréttar í bráð og lengd ?
Lokahluti greinar JSG ber einmitt yfirskriftina:
"Glataður orðstír":
"Það er nauðsynlegur þáttur í aðgerðum til að endurvekja traust þjóðarinnar til Hæstaréttar Íslands, að dómarar við réttinn verði, þar sem það á við, látnir bera ábyrgð á afar ámælisverðu háttalagi sínu á undanförnum árum."
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2016 | 13:35
Skrílræði eða stjórnskipulegt lýðræði
Píratar, vinstri grænir o.fl. hafa dögum saman lagt leið sína niður á Austurvöll í aprílmánuði 2016 og efnt þar til skrílsláta í anda stjórnleysingja (anarkista) og kommúnista, en báðir þessir hópar fyrirlíta þingræðið og hafa í sögulegu samhengi notað hvert tækifæri til að kasta skít í tannhjól þess.
Það er fullkomlega löglegt að safnast saman til friðsamlegra mótmæla, en þegar þau eru orðin hávaðasöm, t.d. í grennd við hátíðahöld á Austurvelli að morgni 17. júní, eins og mjög hvimleitt dæmi er um, eða valda stórfelldum sóðaskapi eða jafnvel eignaskemmdum, þá gegnir allt öðru máli. Steininn tekur þó úr, þegar skrílslæti eiga sér stað við Alþingishúsið á starfstíma þess, og er beinlínis ætlað að trufla starfsfrið þingsins. Slíkt er forkastanlegt, enda stjórnarskrárbrot, sem á alls ekki líðast. Lögreglan ver að sönnu þinghúsið gegn innrás, en þegar hávaði upphefst þar, eða skríll tekur að fleygja matvælum eða öðru í átt að þinghúsinu, þá hefur stjórnlagabrot verið framið, sem útheimtir virkar lögregluaðgerðir. Kröfur fólks, sem rýfur friðhelgi Alþingis og raskar friði þess og frelsi, eru að engu hafandi, enda eru slík skrílslæti brot á 36. greinar Stjórnarskrárinnar. Slíkir afbrotamenn eru ómerkingar og ber að sæta hæfilegri refsingu eftir lögreglurannsókn og dómsuppkvaðningu.
Vantrauststillaga stjórnarandstöðunnar á fyrsta starfsdegi ríkisstjórnar Sigurðar Inga Jóhannssonar, dýralæknis, var felld með 38 atkvæðum gegn 25, og þar með getur ríkisstjórnin starfað út kjörtímabilið eða svo lengi, sem hún hefur meirihlutafylgi á Alþingi. Stjórnarandstaðan lagði samt fram aðra tillögu um kosningar strax, þ.e. innan 45 daga, og var hún einnig kolfelld, en með 37 gegn 26. Í geðshræringu mikilla atburða og óláta gáfu þingmenn stjórnarinnar ádrátt um styttingu kjörtímabilsins um eitt þing, en það er óþingræðislegur gjörningur á meðan ríkisstjórnin hefur traustan þingmeirihluta. Ber að líta svo á, að ráðherrarnir telji sig ekki hafa traustan þingmeirihluta á síðasta þingi kjörtímabilsins. Það væri miður, því að ríkisstjórnin þarf allt kjörtímabilið til að treysta í sessi þær aðgerðir, sem flokkarnir voru kosnir til og sem þeir einsettu sér að vinna að allt kjörtímabilið. Má þar nefna haftalosunina, umbætur á skattakerfinu, sölu ríkiseigna, endurreisn heilbrigðiskerfisins, aukna fjölbreytni í menntakerfið og að auðvelda fólki að eignast sína fyrstu íbúð. Offors stjórnarandstöðunnar eru ólýðræðislegir tilburðir til að draga úr árangri þessa stjórnarsamstarfs með því að færri mál verði til lykta leidd á kjörtímabilinu en efni stóðu til.
Það hefði ennfremur verið í hæsta máta óþingræðislegt að ganga nú í vor til kosninga áður en öll kurl eru komin til grafar í hinu mikla hitamáli, sem skók ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, áður en ný framboð fá tækifæri til að kynna sig almennilega, ofan í forsetakosningarnar og þrátt fyrir, að báðir stjórnarflokkar kjósi helzt að halda samstarfinu áfram til að leiða mikilvæg mál til lykta. Stjórnarandstaðan er afar seinheppin í sínum málatilbúnaði, sem bendir til svipaðrar hrakfallasögu á næsta kjörtímabili og hinu síðasta (2009-2013), ef sömu flokkar ná að tæla pírata til fylgilags við sig eftir kosningar. Nú er reyndar alveg eftir að sjá, hvernig pírötum mun ganga í sínum framboðsraunum í öllum kjördæmum landsins. Ná þeir að halda hópinn, eða springur púðurtunnan undir sjóræningjunum. Þreyta er komin í samstarfið innan þingflokksins og óvíst, að meðferð vinnusálfræðingsins dugi, þegar streita kosningabaráttunnar fer að segja til sín. Fari Birgitta þá að naga eins og rotta, en samkvæmt Helga Hrafni rægir hún fólk "þónokkuð oft og mikið", þá mun sjóræningjafleyið springa í loft upp áður en það kemst í höfn. Kannski dugir andstæðingunum þá að hitta á réttan stað í einu skoti, eins og Bismarck tókst gegn Hood vestur af Íslandi 1941.
Lögfræðingurinn, Skúli Magnússon, gerði breytilega lengd kjörtímabils að umræðuefni 9. apríl 2016 í Morgunblaðsgrein sinni:
"Stjórnskipulegt lýðræði og krafan um kosningar":
"Á allra síðustu dögum hafa ýmsir tekið svo til orða, að ríkisstjórnin sé "rúin trausti" og í samfélaginu sé uppi "hávær krafa" um, að gengið verði til kosninga tafarlaust. Er þá yfirleitt vísað til mótmæla almennings, einkum á Austurvelli, og mælinga í skoðanakönnunum. Ekki fer á milli mála, að þeir, sem hafa þennan málflutning í frammi, telja sig fulltrúa lýðræðislegra sjónarmiða."
Það er ekki í anda gildandi Stjórnarskráar að taka ákvörðun um Alþingiskosningar á grundvelli háværra mótmæla, þar sem fullyrt er út í loftið, að stjórnin sé "rúin trausti", eða á grundvelli skoðanakannana, sem allar hafa sína annmarka, og eru alls ekki ígildi leynilegra kosninga.
Ríkisstjórn, sem nýtur stuðnings meirihluta Alþingismanna, ber samkvæmt Stjórnarskrá að starfa út kjörtímabilið. Meirihluti þingsins getur hins vegar ákveðið að dagsetja kosningar áður en kjörtímabilinu á að ljúka, en þá aðeins, af því að hann treystir sér ekki til að styðja ríkisstjórnina lengur. Annars gætu ríkisstjórnarflokkar freistað þess að framlengja umboð sitt, þegar þeir telja byrlega blása fyrir sig á meðal kjósenda. Slíkt er ekki sanngjarnt gagnvart stjórnarandstöðu og ekki í anda núverandi Stjórnarskráar. Athugum, hvað téður Skúli skrifaði um þetta:
"Af umfjöllun Ólafs (Dr Ólafs Jóhannessonar, fyrrverandi forsætisráðherra - innsk. BJo) er hins vegar ljóst, að sú lýðræðishugmynd, sem hér er vísað til, gerir ekki ráð fyrir því, að "almannaviljinn", eins og hann er mældur eða talinn af sumum vera á hverjum tíma, ráði ferðinni í hverju og einu máli. Þegar litið er yfir íslenzku stjórnarskrána, uppruna hennar og meginreglur, er þannig ljóst, að hún byggist á þeirri hugmynd, að vernd grundvallarréttinda, svo og skýrar og fyrirsjáanlegar leikreglur í anda réttarríkisins, séu bæði forsenda lýðræðislegrar ákvarðanatöku og setji þeim mörk. Með öðrum orðum er íslenzk stjórnskipun reist á hugmynd um stjórnskipulegt lýðræði, sem líta má á sem andstæðu óhefts meirihlutaræðis, skrílræðis og lýðhyggju (poppúlisma)."
Þetta er merkileg lögfræðileg niðurstaða, sem virðist vera rökrétt túlkun Stjórnarskráarinnar. Til að hnykkja á þessu þyrfti að bæta við einu ákvæði í íslenzku Stjórnarskrána, sem er t.d. í þeirri norsku, þ.e. að kjörtímabilið séu 4 ár og hvorki þinginu né ríkisstjórn sé heimilt að breyta því. Það mætti hafa varnagla um, að forseti lýðveldisins hafi þessa heimild, sem hann megi beita til styttingar eða lengingar kjörtímabils um eitt ár vegna óviðráðanlegra ytri afla eða vegna stjórnarkeppu. Að þingmenn geti með pólitískum refshætti og loddaraskap, af þæginda- eða hagkvæmnisástæðum, stytt kjörtímabilið, eru ekki góðir stjórnarhættir. Það er hætt við, að margur þingmaðurinn eigi eftir að sjá eftir því að hafa hvatt til þessa óheillaráðs.
Skúli Magnússon klykkir út með eftirfarandi, sem einnig geta orðið lokaorðin hér:
"Hver geta þá verið rökin fyrir kröfunni um, að boðað sé til kosninga áður en stjórnarskráin gerir ráð fyrir því, að svo sé gert ? Frá sjónarhóli stjórnarskrárinnar og stjórnskipulegs lýðræðis eru slík rök vandfundin."
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.12.2015 | 16:16
Hryðjuverkaógnin varðar alla
Föstudagskvöldið 13. nóvember 2015 verður lengi í minnum haft, því að þá létu jihadistar (islamistar í heilögu stríði gegn "trúleysingjunum") til skarar skríða í París og myrtu þar og særðu tæplega 500 manns.
Þann 19. nóvember 2015 tilkynnti forsætisráðherra Frakka opinberlega, að hætta væri á hryðjuverkaárás á almenning í Frakklandi, þar sem eiturefnum eða sýklahernaði yrði beitt. Er þessi aðvörun vafalaust gefin að gefnu tilefni, þar sem leyniþjónusta Frakklands eða annarra landa hefur komizt á snoðir um óhugnanlega fyrirætlun jihadista um örkuml og/eða kvalafullan dauðdaga enn fleiri en þeir skutu á eða sprengdu í loft upp föstudagskvöldið hræðilega í París.
Lega Íslands hjálpar til við að draga úr líkum á hryðjuverkum hér, en útilokar þau ekki. Eftir því sem gerzt er vitað, skortir allmikið á, að íslenzka lögreglan hafi sambærilegar forvirkar rannsóknarheimildir á við lögreglu hinna Norðurlandanna. Það er full ástæða til að samræma þessar heimildir, og fyrr verður í raun ekki samstarfsvettvangur Norðurlandanna fullnýttur á þessu sviði. Ekki skal draga úr gildi mats lögreglu á þörf hennar á nýjum vopnum, en upplýsingaöflun og geta til að uppræta glæpahópa áður en þeir láta til skarar skríða er jafnvel enn mikilvægari. Til þess getur reyndar þurft öflugan vopnabúnað. Ný heimsmynd blasir við, og þá dugar ekki að stinga hausnum í sandinn.
Þrátt fyrir, að lögreglan hafi í raun bjargað íslenzka lýðveldinu í árslok 2008 og ársbyrjun 2009, þegar óður skríll bar eld að Alþingishúsinu og réðst til atlögu við Stjórnarráðið, og kannski þess vegna, veitti vinstri stjórnin lögreglunni þung högg með því að draga úr fjárveitingum til hennar á sínum tíma, og nemur þessi kjánalegi sparnaður allt að miakr 10 á verðlagi 2015, uppsafnaður. Það er þess vegna lágmark að auka fjárveitingar 2016 um miakr 0,5 m.v. 2015. Innanríkisráðuneytið vinnur að langtímaáætlun um löggæzluna, og væntanlega verður aukið í ár frá ári.
Á sama tíma og áhrif Frakka innan Evrópu hafa dvínað undanfarin ár, hafa þeir beitt sér hernaðarlega meira á erlendum vettvangi en nokkur önnur Evrópuþjóð, og aðgerðir þeirra hafa í mörgum tilvikum beinzt gegn Múhameðstrúarmönnum. Fleiri Múhameðstrúarmenn búa í Frakklandi en í nokkru öðru landi Evrópu, og á það sér sögulegar skýringar frá nýlendutímanum. Í verstu fátæktarhverfum franskra borga og bæja eru Múhameðstrúarmenn fjölmennir, og þeir hafa ekki aðlagazt franska þjóðfélaginu. Sama má segja um Belgíu og önnur lönd. Þessi staða mála er gróðrarstía jihad, heilags stríðs, gegn Frakklandi, og þess vegna eru árásir og fjöldamorð islamistanna í París engin tilviljun.
Jihadistarnir fyrirlíta lifnaðarhætti Vesturlanda og ráðast þess vegna gjarna á táknmyndir þeirra, s.s. fólk á veitingastöðum, börum, tónleikum og íþróttaleikvöngum og jafnvel í kirkjum. Þannig voru skotmörkin í París greinilega ekki valin af handahófi.
Frakklandsforseti lýsti í kjölfarið yfir stríði við hin islömsku glæpasamtök ISIS, kalífadæmi Íraks og Sýrlands. Frakkar hófu síðan loftárásir á ISIS í Sýrlandi, en þetta er eins vonlaus baráttuaðferð Frakkanna og hugsazt getur. Til að uppræta hernaðargetu kalífadæmisins þarf landhernað og til að uppræta öfgafulla hópa í Frakklandi og annars staðar, sem hlýða kalli kalífadæmisins, þarf öflugt eftirlit með öllum, sem farið hafa þangað og snúið til baka eða alizt hafa upp í gróðrarstíu öfgafullra trúarskoðana, þar sem moskurnar vissulega eru í brennidepli.
Frakkar eiga ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. Þeim, eins og öllum öðrum við slíkar aðstæður, er hollt að líta í eigin barm. Frelsi, jafnrétti og bræðralag er e.t.v. ekki öllum ætlað, frekar en fyrri daginn.
Frakkar hafa glutrað niður forystuhlutverki sínu í Evrópu vegna bágs efnahags og skorts á sveigjanleika í samskiptum við aðra. Þeim gengur illa í alþjóðlegri samkeppni, enda eru þeir almennt ekki hallir undir auðvaldskerfið. Þeir vilja fremur reiða sig á opinber inngrip í markaðinn, og almennt horfa þeir mjög til miðstýringarvaldsins í París, sem Napóleón Bonaparte frá Korsíku byggði upp af natni fyrir meira en 200 árum.
Frakkland er heldur ekki óskastaður flóttamanna. Dæmi um þetta var, þegar Frakkar ákváðu í September 2015 á hápunkti flóttamannastraumsins til Þýzkalands, að setja á svið atburð, sem sýna átti evrópska samstöðu. Franskir embættismenn héldu til Munchen í Bæjaralandi í þremur rútum með túlka af frönsku á arabísku og gjallarhorn. Hugmyndin var að fylla rúturnar af flóttamönnum og flytja þá vestur yfir Rín til að létta þrýstingi af Þjóðverjum. Frakkarnir áformuðu að sækja um 1000 hælisleitendur, en tókst aðeins að telja örfá hundruð á að fara með sér til Frakklands. Flóttamennirnir höfðu lítinn áhuga á að verða aðnjótandi franskrar samstöðu, en kusu fremur að búa í Þýzkalandi. Rúturnar héldu til baka yfir Rín hálftómar, þrátt fyrir margfalt meira flóttamannaálag á Þýzkaland en Frakkland. Þetta er sláandi dæmi og sýnir muninn á ímynd Þjóðverja og Frakka í huga flóttamannanna. Þessi munur mætti verða Frökkum nokkurt áhyggjuefni.
Það hefur gerzt hvað eftir annað í mismunandi málaflokkum, t.d. gríska myntdramanu og evrukreppunni í heild sinni, að Frakkar sprikla, en að lokum fer ESB þá leið, sem Þjóðverjar, undir leiðsögn kanzlarans, Angelu Merkel, hafa stikað. Hið merkilega er, að Evrópumenn virðast oftast nokkuð ánægðir með þetta fyrirkomulag. Til þess liggja bæði efnahagslegar og sálrænar ástæður.
Of mikið væri að segja, að nú, 70 árum eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar, stæðu allir og sætu, eins og Þjóðverjar vilja, en það má til sanns vegar færa, að engum mikilvægum málefnum Evrópu er ráðið án þess að taka tillit til vilja Þjóðverja.
Nú gerast Þjóðverjar sjálfir hins vegar tregari í taumi við Angelu Merkel með hverri vikunni, sem líður, vegna flóttamannavandans, en frumkvæði hennar að opna Þýzkaland fyrir sýrlenzkum flóttamönnum þykir ekki lengur merki um ígrundaða ákvarðanatöku og ætlar að reynast kanzlaranum þungur pólitískur baggi og þýzkum skattborgurum þungar klyfjar. Enginn veit, hvort jihadistarnir í Þýzkalandi og annars staðar í Evrópu fá með þessu gríðarlega flæði Múhameðstrúarmanna til Evrópu meira fóður fyrir sitt heilaga stríð gegn gestgjöfunum, en margir óttast það. Þessi ótti er líklegur til að framkallast í stjórnmálasveiflu til hægri við ríkjandi mið-hægri flokka, eins og CDU/CSU í Þýzkalandi og flokk Sarkozys í Frakklandi. Væringar munu vaxa í Evrópu fyrir vikið. Landamæralaus Evrópa gengur auðvitað engan veginn upp, og Íslendingum ber að vera í stakk búnir til að loka landamærum sínum þrátt fyrir aukakostnað, sem þó getur reynzt hverfandi miðað við afleiðingar lágmarks landamæraeftirlits.
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2015 | 18:56
Skjaldborg um spilaborg
Við fall járntjaldsins 1989 misstu vinstri menn víða fótanna. Ástæðan er sú, að allar útgáfur jafnaðarstefnunnar eiga rót sína að rekja til sameignarstefnunnar, sem boðuð var af hagfræðinginum og stjórnmálafræðinginum, Karli Heinrich Marx o.fl. á 19. öld og raungerð í blóðugri byltingu Trotzkys og Leníns í Rússlandi 1917 að undirlagi þýzku leyniþjónustunnar til að losna við Rússa úr Evrópustyrjöldinni 1914-1918. Rússar færðu sig síðan upp á skaptið með sigri á Þjóðverjum í Heimsstyrjöldinni 1939-1945, færðu landamæri til vesturs og stofnuðu alþýðulýðveldi undir alræði öreiganna í löndum Mið- og Austur-Evrópu.
Alþýða Austur-Þýzkalands, DDR - Þýzka alþýðulýðveldisins, mótmælti skoðanakúgun, hömlum á athafnafrelsi og ferðafrelsi og fjárhagslegri eymd með friðsamlegum hætti, þar til landamæraverðir DDR opnuðu landamærahlið ríkisins og fólkið streymdi yfir, gangandi, hjólandi og á Trabant. Þar með féll Berlínarmúrinn fyrir samtakamætti fólksins, sem fengið hafði sig fullsatt á botnlausri forræðishyggju, snuðri og kúgun hvers konar, og hvert alþýðulýðveldið á fætur öðru sömuleiðis, eins og spilaborg.
Alþýðulýðveldin reyndust einnig vera fjárhagslega gjaldþrota undir kómmúnisma eða sameignarstefnu, og allt þetta leiddi til, að sameignarstefnan varð hugmyndafræðilega og siðferðilega gjaldþrota, og jafnaðarstefnan missti þar með kjölfestu sína, þó að sófakommar megi ekki heyra á slíkt minnzt.
Nú voru góð ráð dýr fyrir vinstri menn. Á Íslandi komu tveir málaflokkar í stað trúarinnar á félagshyggjuna, sem rekin hafði verið í Austur-Evrópu og víðar. Þeir voru af ólíkum meiði, svo að höfða mætti til ólíkra hópa.
Í fyrsta lagi var mótuð argvítug andstaða við afnotarétt einkafyrirtækja af auðlindum landsins. Mest hefur verið barizt gegn núverandi ábyrgðarskiptingu í sjávarútvegi, að ríkið stjórni auðlindanýtingunni þar á grundvelli vísindalegrar ráðgjafar og að afnotarétturinn (ein tegund eignarréttar) á auðlindinni sé dreifður á fjölmörg fyrirtæki, sem eiga í innbyrðis samkeppni um fjárfesta, starfsfólk og viðskiptavini. Vinstri menn berjast hins vegar fyrir einokun á sviði sjávarútvegs, sem að lokum mun leiða til taprekstrar og bæjarútgerða aftur, með þjóðnýtingu hinna fjölmörgu aflahlutdeilda, og endurúthlutun þeirra eftir stjórnmálalegum leiðum, þ.e. af stjórnmálamönnum beint eða af ríkisstofnun í umboði pólitíkusa. Hvernig dettur nokkrum heilvita manni í hug, að útgerðir, sem komnar verða upp á náð og miskunn stjórnmálamanna, muni verða þjóðhagslega arðsamari en núverandi fyrirkomulag, sem árið 2013 skilaði ríkinu í beinar tekjur 26 mia kr og líklega hærri upphæð í beina skatta af starfsmönnum útgerða, sem keppa við erlendar útgerðir, sem sama árið fengu 890 mia kr frá ESB í rekstrarstyrki?
Hitt sviðið innan auðlindanýtingar, sem vinstri menn berjast gegn, er orkuöflun fyrir orkukræfan stóriðnað í erlendri eigu. Um þetta ritar prófessor Jónas Elíasson í Morgunblaðið þann 9. febrúar 2015 í tímabærri grein með fyrirsögninni,
"Er Rammaáætlun að setja vatnsafl Íslands í glatkistuna ?":
"Hin pólitíska náttúruvernd er þó líklega áhrifaríkust. Vinstri grænir berjast gegn vatnsaflinu, það rímar við fortíðina hér á Íslandi, áliðnaðurinn lifir á vatnsaflinu, og þar sjá vinstri menn helztu tengingu Íslands við alheimskapítalismann. Þá mengaði áliðnaðurinn talsvert í upphafi síns ferils, en það var um næstsíðustu aldamót. Núna, meira en 100 árum síðar, hefur þetta komizt í lag að mestu, og áliðnaður mengar mjög lítið í dag."
Þarna lýsir prófessorinn í hnotskurn um hvað stjórnmálabarátta vinstri sósíalista á Íslandi hefur hverfzt eftir að "roðinn í austri" varð grámyglulegri en grámosinn. Baráttan gegn erlendum fjárfestingum nær reyndar enn lengra aftur eða a.m.k. aftur til 1965, er Landsvirkjun var stofnuð til að virkja fyrir stóriðju.
Hver hefur verið birtingarmynd baráttunnar á seinni árum ? Athugum, hvað prófessor Jónas hefur um það að skrifa:
"Í verkefnisstjórn Rammaáætlunar eru ýmsir faghópar, sá númer eitt hefur það hlutverk að meta verndargildi virkjunarkosta. Skemmst er frá því að segja, að hópurinn finnur verndargildi í hverjum einasta virkjunarkosti, nokkuð óháð því, hvernig landið er. Á eftir koma svo aðgerðarsinnar, sem láta eins og sá blettur, sem virkja á hverju sinni, sé sú verðmætasta náttúruperla, sem landið á. Þessi saga er búin að endurtaka sig í Blöndu og við Kárahnjúka og stendur nú yfir varðandi Neðri-Þjórsá. Þá er grátbroslegur farsi í gangi með Hagavatnsvirkjun, sem lýst er nýlega í Morgunblaðinu".
Hegðun "náttúruverndarmanna" er með öðrum orðum orðin algerlega fyrirsjáanleg áróðurssíbylja, sem ekkert mark er á takandi, af því að hún er berlega ekki reist á faglegum grunni, heldur er tilfinningalegs eðlis. Ekki er ætlunin að gera lítið úr tilfinningum til náttúrunnar né annars, en breyta þarf lögum um Rammaáætlun, ef pláss á að vera fyrir þær þar. Rammaáætlun er þess vegna misnotuð.
Áfram skal vitna í hinn skarpskædda prófessor:
"Spyrja má, hvort virkjunarandúðin sé ekki réttlætanleg vegna þess, hve vatnsvirkjanir valda miklum náttúruspjöllum, en það er af og frá. Ísland á nú sjö vatnsvirkjanir, sem kallaðar eru stórvirkjanir, þó að í reynd séu þær smáar í sniðum á erlendan mælikvarða. Í raun hafa engar af þessum virkjunum valdið alvarlegum náttúruspjöllum, friðunarsinnar hafa engin dæmi um slíkt til að færa fram í sínum málflutningi. Allt, sem þeir geta tínt til, er vatnsrof í bökkum hér og þar og breytt fiskgengd, en slíkt er alltaf að gerast hvort eð er. Aðalumkvörtun friðunarsinna, sú, að vatnsbotn lónanna sé svo verðmætt land, að alls ekki megi færa það í kaf, heldur engan veginn. Þvert á móti, Ísland er fátækt af stöðuvötnum, og þau bæta mynd náttúrunnar fremur en hitt."
Frekari rökstuðningur fyrir þeirri skoðun, að andstaða við og andróður friðunarsinna við vatnsaflsvirkjunum sé tilhæfulaus, er þarflaus. Á þessum vígvelli hljóta þess vegna umbreyttir sameignarsinnar í græningja að tapa.
Hitt sviðið, sem jafnaðarmenn gerðu að sínu, þegar fótunum var kippt undan þeim með falli kommúnismans í Berlín 1989, var aðild Íslands að Evrópusambandinu, ESB. Þarna er um áþekka þráhyggju að ræða, þrátt fyrir glataðan og tapaðan málstað, og gagnvart vatnsaflsvirkjunum. Það hefur einfaldlega ekki verið sýnt fram á, að atvinnuvegir landsins, hvað þá íbúarnir almennt, muni standa betur að vígi í samkeppninni og lífsbaráttunni inni í 500 milljón manna hnignandi ríkjasambandi en utan.
Samt neyttu jafnaðarmenn og sameignarsinnar aflsmunar á Alþingi 16. júlí 2009, gegn miklum mótmælum þáverandi stjórnarandstöðu og óskum um þjóðaratkvæðagreiðslu, og heimiluðu ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur að senda umsókn til Brüssel. Þar voru firn mikil á ferð, því að formaður annars stjórnarflokksins hafði hafði daginn fyrir kosningar farið með svardaga um við nafn flokksráðsins, að hvorki vildi hann né gæti samþykkt umsókn um aðild að ESB.
Nú er þar til að taka, að Neyðarlög ríkisstjórnar Geirs Haarde og skjaldborgin um íslenzka innistæðueigendur föllnu bankanna og stofnsetning nýrra banka á rústum þeirra gömlu höfðu farið mjög fyrir brjóstið á kommissörum í Berlaymont, sem purkunarlaust drógu taum lánadrottna bankanna, eins og allra banka í ESB, en ríkisstjórnir voru af ESB þvingaðar til að bjarga bönkum á kostnað skattborgaranna, ef þær létu bilbug á sér finna. Ríkisstjórn jafnaðarmanna í Lundúnum virtist samt ekki þurfa hvatningu til að bjarga öllum tæpum bönkum á Englandi, nema þeim íslenzku. Þeim var miskunnarlaust fórnað.
Í Brüssel, Frankfurt, Lundúnum, París og víðar óttuðust menn mjög áhlaup á bankana í Hruninu, og íslenzka leiðin var engan vegin fallin til að auka traust á bönkunum annars staðar. Af þessum ástæðum voru Íslendingar litnir hornauga víða árið 2009, þ.m.t. í Brüssel, og íslenzka ríkisstjórnin lagði sig af þessum ástæðum í framkróka við friðþægingu, og fórst í þeim efnum ekki fyrir, heldur gekk mjög langt í að gera fjármagnseigendum til hæfis. Er lítill vafi á því, að vinstri stjórnin vildi ekki ljúka bankaendurreisninni í anda Neyðarlaganna, því að þá hefðu fjármagnseigendur, kröfuhafarnir, talið sig hlunnfarna, þó að þeir gætu ekki sótt rétt sinn. Þeir gátu hins vegar stundað "lobbýisma"-reynt að hafa áhrif, t.d. hjá ESB og AGS. Margir telja, að fjármagnseigendur hafi haft hér erindi sem erfiði, og til marks um það eru skrif leiðarahöfundar Morgunblaðsins í ritstjórnargreininni, "Alvarlegar ásakanir", þann 26. janúar 2015:
"Það er óskiljanlegt, að það hafi orðið forgangsmál hjá ríkisstjórn landsins að koma sér í mjúkinn hjá kröfuhöfum á kostnað íslenzkra skattborgara og fyrirtækja."
Þetta er í samræmi við það, sem fram kemur í þessum pistli hér að ofan, en þar er útskýrt, hvernig á undirlægjuhætti stjórnvalda stóð 2009-2012 gagnvart erlendum fjármagnseigendum, kröfuhöfum föllnu bankanna. Allt snerist um að fegra ásýnd Íslands í augum peningafursta til þess að ganga í augun á kommissörum í Berlaymont. Var þá einskis látið ófreistað og jafnvel fórnað stórkostlegum hagsmunum íslenzka ríkisins á altari Brüssel-dýrkunarinnar. Vegsummerkin eru skýr í bankaendurreisninni, þegar hrægömmunum var fært eignarhald á tveimur bönkum, algerlega að þarflausu, og engin viðunandi skýring á þeim gjörningi hefur verið gefin. Hér er komið "mótíf fyrir glæpnum".
Varfærið mat á líkum á innheimtu frá skuldunautum bankanna hafði leitt til þess, að ríkið tók innlendar eignir gömlu bankanna eignarnámi og óháð mat hafði leitt til bóta, sem nam um 50 % af nafnverði eignanna. Þetta var alveg nægur heimanmundur frá ríkinu til nýju bankanna, og meira en víða í sambærilegum tilvikum, enda hefur hvergi komið fram, að bráð nauðsyn hafi borið til að styrkja eiginfjárstöðu nýju bankanna umfram þessa forgjöf, því að allir höfuðatvinnuvegir landsins gengu á sæmilegum afköstum þrátt fyrir hrun bréfaborgarinnar, og þess vegna urðu innheimtur reyndar betri en reiknað hafði verið með á varfærinn hátt. Engar bankarekstrarlegar ástæður knúðu á um hlutafjáraukningu bankanna árið 2009, enda var þá spurn eftir nýjum lánveitingum í lágmarki.
Í fróðlegri Morgunblaðsgrein Jóhannesar Karls Sveinssonar, lögmanns, og Þorsteins Þorsteinssonar, rekstrarhagfræðings, er vikið að innkomu kröfuhafanna í bankana tvo án útskýringa eða upplýsinga um andvirði eignarinnar:
"Því var valin sú leið að semja um endurgjald, sem miðaði við ákveðið grunnmat yfirfærðra eigna og fremur svartsýnar efnahagshorfur. Að auki var samið um skilyrtar viðbótargreiðslur, ef verðmæti eigna reyndist síðar verða meira en grunnmatið.
Þá var samið um, að Kaupþing og Glitnir gætu yfirtekið meirihluta hlutafjár í þeim nýju bönkum, sem út úr þeim voru klofnir og að hlutafjárframlag kæmi frá LBI (gamla Landsbankanum) inn í Landsbankann."
Við téð grunnmat auk skilyrtra viðbótargreiðslna máttu kröfuhafarnir allvel una miðað við miðgildi matsverðs Deloitte. Það var fullkomið stílbrot, sem helgaðist af annarlegum hvötum, eins og fram hefur komið, en ekki af viðskiptalegri nauðsyn, að gera aðila, hverra hagsmuna slitastjórnir áttu að gæta, að meirihlutaeigendum nýju bankanna, tveggja af þremur, enda voru starfsmenn þeirra þegar settir á afkastahvetjandi launakerfi við innheimtu af skuldunautum, sem margir áttu um sárt að binda. Þá hefur íslenzka ríkið þegar orðið af hundruðum milljarða í arðgreiðslum og glötuðum eignum vegna þessa einstæða gjörnings. Hér voru skattborgarar þessa lands hlunnfarnir með "eindæma ófyrirleitnum" hætti, og til að bíta hausinn af skömminni var þingheimur síðan blekktur til að blessa þennan hneykslanlega gjörning á mikilli hraðferð í málahrærigrauti rétt fyrir jólahlé 2009. Hér héldu handhafar framkvæmda- og löggjafarvalds þannig á málum, að full þörf er á að rannsaka, hvort í gjörningunum felist stjórnarskráarbrot. Þessi einkavæðing tveggja banka er sú sóðalegasta, sem sézt hefur. Ríkisendurskoðun rannsakaði þá, sem fram fór á föllnu bönkunum á sinni tíð, en fann ekkert bitastætt. Er ekki ástæða til rannsóknar hennar á þessari og rannsókn Umboðsmanns Alþingis á framkomu fyrri ríkisstjórnar gagnvart þáverandi Alþingi í þessu máli ?
Í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins, dags. 13.02.2015, er fjallað um þennan málaflokk, og þar koma svipuð sjónarmið fram og hér hafa verið reifuð:
Í Evrópu var hikað. Þýzkaland réði því. Spánn og nokkur minni ríki evrunnar voru neydd til að færa skuldir einkabankakerfisins við fjármálastofnanir stórríkja ESB yfir á skattgreiðendur sína.
Ísland var ekki komið undir hramm ESB, en samt var reynt að þvinga það með hótunum í sama far. En á því augnabliki höfðu ekki barsmíðar og grjótkast enn fleytt vinstri stjórn til valda, og hún hafði því ekki náð að setja sálufélaga sína yfir Seðlabanka Íslands. Þess vegna stóðst stefnan um, að aldrei mætti láta íslenzkan almenning taka yfir skuldir óreiðumanna.
Ef sú staða, sem kom upp 9 mánuðum síðar, hefði verið raunin í október 2008, er vafalaust, að Ísland væri nú í sömu stöðu og Grikkland.
Þessir aðilar, komnir í illa fengna valdastólana, reyndu þó sitt, þótt seinir væru, til að vinda ofan af lánsemi Íslands í óláninu með því að troða Icesave-samningum kröfugerðaríkja ofan í kokið á Íslendingum."
Hér að ofan heldur maður á penna, sem gerst má vita, því að hann stóð í hringiðu atburðanna og átti sinn drjúga þátt í því, að á örlagaþrungnum tíma var staðið gegn óbilgjörnum kröfum Brüssel, London og den Haag um að hneppa íslenzku þjóðina í miklu verri skuldafjötra m.v. landsframleiðslu en Grikkir hafa verið að krebera undan í 7 ár, og jafnvel verri en Weimarlýðveldið þýzka mátti sæta að tiltölu í Versölum 1919.
Fyrir að vera fjármagnseigendum svo óþægur ljár í þúfu sem að ofan getur, galt hann með embættismissi og ofsóknum, þegar menn lítilla sanda og lítilla sæva höfðu með ofbeldi hrifsað til sín völdin við Austurvöll og síðan unnið Alþingiskosningar með lygum og undirferli. Allt var falt til að komast inn undir verndarvæng kommissara og búrókrata í Berlaymont. Þetta má ekki liggja í þagnargildi, þó að vinstri öflin geri allt, sem í þeirra valdi stendur, til að þagga þetta bráðum 6 ára gamla mál niður eða að drepa því á dreif með því að draga athyglina að öðru og með sinni innantómu samanburðarfræði við aðrar einkavæðingar. Þar var stjórnskipanin þó ekki fótum troðin með því að leita heimildar fyrir gjörninginum á Alþingi eftir að allt var um garð gengið. "Eindæma ófyrirleitni" kvað Hæstiréttur upp úr um af öðru tilefni.
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.8.2014 | 14:53
Undarlegt háttarlag hunds um nótt
Embætti Umboðsmanns Alþingis hefir hin seinni árin ekki þótt ýkja afkastasamt. Þó brá út af þessu nú í kringum verzlunarmannahelgina. Þá á einni viku skrifaði Umbi 2 bréf til Innanríkisráðherra, og hefur annað eins lífsmark ekki sézt lengi hjá embættinu.
Tilefni fyrra bréfsins virðist hafa verið, að Umbi hafi komið auga á rætin skrif um Innanríkisráðherra í sorpriti nokkru og fundizt þá sér renna blóðið til skyldunnar að kanna kringumstæður rannsóknar Ríkissaksóknara á samantekt úr Innanríkisráðuneytinu um málefni hælisleitanda. Þetta skjal fjallaði um nokkrar staðreyndir varðandi hælisleitanda og var ekki meðhöndlað sem trúnaðarmál í ráðuneytinu með réttu eða röngu, og er þessi samantekt úr sögunni.
Skjalið, sem öllu fjarðrafokinu olli, var hins vegar gildishlaðin fölsun á téðri samantekt. Þar sem hér var um rætið skjalafals að ræða, átti alls ekki að hefja rannsókn, eins og falsaða skjalið kæmi úr ráðuneytinu, heldur átti að rannsaka skjalafalsið, ef talin var þörf á að rannsaka eitthvað.
Í svarbréfi Innanríkisráðherra kom fram, að ráðherra og ráðuneytið hefðu lagt sig í líma við að greiða fyrir rannsókn lögreglunnar, þó að hún gengi svo langt að leggja hald á gögn úr tölvu ráðherrans og starfsmanna hans. Lögreglustjórinn í Reykjavík, sem annaðist rannsóknina fyrir Ríkissaksóknara, hefur staðfest bréf ráðherrans í öllu, sem máli skiptir. Þar með mundi afskiptum Umba hafa lokið, ef allt hefði verið með felldu.
Lögreglurannsókninni er lokið fyrir allnokkru, en Ríkissaksóknari heykist á að birta niðurstöðurnar, þ.e. hvort hún láti þar við sitja eða ákæri einhvern. Skal spá því hér, að ekkert bitastætt hafi komið fram í þessari rannsókn, enda fór hún fram á fölskum forsendum. Sættir Ríkissaksóknari sig ekki við orðinn hlut ?
Sem áður segir skyldi maður nú halda, að bréfaskriftum Umba til Innanríkisráðherra um meint afskipti hennar af rannsókninni væri lokið. Óekkí. Umbi skrifaði strax annað bréf, og varðaði það aðeins að litlu leyti efni máls, eins og fram kemur hér að neðan í tilvitnun í fyrrverandi Hæstaréttardómara.
Seinna bréf Umba var endemis sparðatíningur, og hefur annar eins ekki sézt síðan skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis birtist, þar sem rannsakendur hlupu út um víðan völl og hengdu sig í alls konar aukatriði, eins og formleg fundarboð og fundargerðir, í stað þess að varpa ljósi á raunverulegar orsakir þess, að Ísland varð svo fljótt og illa úti í hinni alþjóðlegu bankakreppu, sem enn er ekki séð fyrir endann á víða í Evrópu.
Um seinna bréfið skrifar Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, í Morgunblaðið 8. ágúst 2014 undir fyrirsögninni:"Embættismaður fer offari".
"Þar eru bornar fram frekari spurningar, sem augljóslega hafa ekki minnstu þýðingu fyrir upphaflegt erindi umboðsmannsins. Meðal þeirra má finna kröfu um, að hann fái að vita um "hvaða málefni/viðfangsefni voru til umfjöllunar á þessum fundum". Einnig vill hann vita, hver hafi boðað lögreglustjórann til fundanna, óskar eftir gögnum um þau málefni, sem þar hafi verið fjallað um og krefst jafnvel enn frekari upplýsinga, sem ekki hafa nokkra þýðingu fyrir það málefni, sem á að hafa verið tilefni afskiptanna í upphafi."
Ályktun Jóns Steinars af fram komnum gögnum í þessu ómerkilega máli, sem aldrei hafði burði til að verða að máli á hendur ráðuneytinu, er, að Umbi stefni að því að koma höggi á ráðherrann og að svör og skýringar ráðherrans skipti Umbann engu máli. Er hugsanlegt, að tómleika lekamálsins sjálfs eigi að bæta upp með illgirnislegum ásökunum á hendur ráðherranum sjálfum varðandi rannsókn málsins ? Hér má þá taka svo til orða, að heldur er nú moldin tekin að rjúka í logninu.
Það er ljóst, að Umbi gætir ekki meðalhófs í þessu máli og er því kæranlegur fyrir brot á Stjórnsýslulögum. Hann gætir heldur ekki jafnræðis og reglubundinnar stjórnsýslu. Jón Steinar orðar þetta þannig:
"Með ómálefnalegri þátttöku sinni í tilefnislausri aðför að ráðherranum grefur umboðsmaður Alþingis undan embættinu, sem honum hefur verið trúað fyrir."
Það er ekki nokkurt samræmi í vinnubrögðum Umba. Hann stjórnast af geðþótta og snýst eins og vindhani. Jón Steinar skrifar:
"Þetta mun hann gera, þó að fyrir liggi upplýsingar um, að hann hafi ekki talið nokkra ástæðu til að taka upp "að eigin frumkvæði" athugun máls vegna afskipta fyrri ráðherra dómsmála af rannsókn sakamála; afskipta, sem klárlega samrýmdust ekki lögum."
Fyrir nokkru skrifaði Heiðar Guðjónsson, hagfræðingur og fjárfestir, grein í Morgunblaðið, þar sem hann upplýsti um, að félag hans, Úrsus ehf, hefði kvartað undan stjórnsýslu Seðlabankans til umboðsmanns Alþingis. Í kvörtuninni komu fram mjög alvarlegar ásakanir í garð Seðlabankans og bankastjóra hans, Más Guðmundssonar.
Tæpum 4 árum eftir kvörtunarbréf Heiðars Guðjónssonar til Umba hefur Umbi enn ekki komizt að niðurstöðu og gefið út álitsgerð. Í 12. grein reglu nr 82/1988 stendur:
"Ávallt, er umboðsmaður lætur frá sér fara tilkynningu um mál, skal hann greina, hvað stjórnvald það, sem hlut á að máli, hefur fært fram sér til varnar."
Umbinn, sem vill láta líta út fyrir, að hann sé siðavandur, og gerir mikið veður út af siðareglum, sem ráðherrar eigi að setja sér og fara eftir, hefur þarna þverbrotið mikilvæga siðareglu embættis síns, sem honum ber að fara eftir í viðskiptum sínum við ráðherra og önnur stjórnvöld. Þetta heitir, að embætti fari offari gegn einstaklingum og er mjög alvarlegur fingurbrjótur að hálfu þessa embættis, sem hlýtur að hafa eftirmála.
Nú er spurningin: hvers vegna eru Ríkissaksóknari og Umboðsmaður Alþingis í krossferð gegn Innanríkisráðherra ? Almenningur í landinu á rétt á að fá að vita það. Það hlýtur að liggja fiskur undir steini. Tengist þetta einhverju öðru máli, eða er þetta lúaleg aðför stjórnmálalegs eðlis ?
Eitt er alveg víst: hvorki Ríkissaksóknari né Umboðsmaður Alþingis eiga að fá að ráða því, hver gegnir stöðu Innanríkisráðherra, eða hver gerir það ekki.
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.7.2014 | 18:42
"Bréf til Ögmundar og Brynjars"
Ögmundi Jónassyni, fyrrverandi ráðherra Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, VG, í vinstri stjórninni 2009-2013, hefur borizt bréf. Það fékk hann sem formaður Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Sama bréf var stílað á Brynjar Níelsson, lögfræðing og þingmann sjálfstæðismanna í Reykjavík, sem situr í sömu nefnd og er formaður undirnefndar téðrar þingnefndar.
Höfundur bréfsins er hinn vígreifi Víglundur Þorsteinsson, sem einnig er lögfræðingur, og þekktur úr athafnalífinu. Bréfið var birt í Morgunblaðinu 2. júlí 2014, og er fyrirsögn þessa pistils fengin að láni frá Morgunblaðsgreininni.
Það er reyfarakenndur bragur á bréfinu og ljóst, að söguleg uppljóstrun um myrkraverk ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur er í farvatninu, enda nefnir Víglundur "nýjan lítinn símamann" til sögunnar.
Formlega fjallar bréfið um "stofnúrskurð FME (Fjármálaeftirlitsins, innsk. höf.) um stofnefnahag nýju ríkisbankanna frá október 2008", en efnislega er um stórpólitískt mál að ræða, þar sem flett er ofan af vinnubrögðum ráðherra í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, sem taka út yfir allan þjófabálk og hljóta að sæta sakamálarannsókn. Landsdómur hefur verið kvaddur saman að minna tilefni, og var það einmitt gert að frumkvæði aðalsögupersónu þessa furðulega sorgarleiks. Það er einboðið, að Alþingi fái öll gögn tengd þessu máli til umfjöllunar. Það er t.d. nauðsynlegt að upplýsa, hvers vegna þáverandi fjármálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, sá sér þann kost vænstan að stofna til "stýrinefndar", hverrar hlutverk virðist aðallega hafa verið að finna leiðir til að ganga á svig við Neyðarlögin og til þess að ganga að ýmsum kröfum kröfuhafa bankanna. Má ekki kalla slíka sök landráð, ef sönn reynist ?
Víglundur dregur eftirfarandi ályktun eftir að hafa kynnt sér gögnin:
"Þegar þessir úrskurðir eru virtir og horft til þeirrar vinnu, sem fyrrverandi fjármálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, setti af stað um samninga við erlendu kröfuhafana, svo og þeir samningar, sem hann gerði við þá í framhaldi af vinnu hinnar sérstöku stýrinefndar og það, sem í kjölfarið fylgdi í öllum þremur bönkunum - aðgerðirnar við að breyta niðurstöðum þessara stofnúrskurða til ábata fyrir erlendu kröfuhafana - fer ekki á milli mála, að upp vakna sterkar og rökstuddar grunsemdir um, að sú vinna hafi verið eitt stórfellt samræmt atferli fjársvika og misneytingar."
Á grundvelli gagna, sem Víglundi hafa borizt eftir duldum leiðum, getur hann ekki orða bundizt, heldur sendir tveimur Alþingismönnum áskorun um að setja af stað rannsókn á máli, þar sem að forgöngu fyrrverandi fjármála- og efnahagsráðherra, fyrrverandi formanns Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, Steingríms Jóhanns Sigfússonar, virðist hafa verið unnið gegn hagsmunum íslenzku þjóðarinnar á bak við tjöldin.
Rannsaka þarf, hvað vakað hefur fyrir vinstri stjórninni með slíkri þjónkun við erlent bankaauðvald. Það virðist fullt tilefni til sakamálarannsóknar, og þar sem spjótin í þessu tilviki beinast aðallega að aðalhvatamanni að kvaðningu Landsdóms til starfa á dögum vinstri stjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur, kemur til greina að láta kauða smakka á þeim meðulum, sem hann bruggaði öðrum sjálfur.
Upplýsingar Víglundar um fjárflutning til kröfuhafanna að frumkvæði ráðherra í ríkisstjórninni 2009-2013 snúast ekki um neinar smáupphæðir:
"Umfang þessarar vinnu/svika/misneytingar er orðið slíkt, að hún hefur fært hinum erlendu kröfuhöfum allt að 400 milljarða kr í ábata umfram Neyðarlögin og úrskurði FME. Sýnist mér í ljósi þessara nýju upplýsinga, að skoða verði allt þetta mál hjá Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndinni. Ef skoðun leiðir til þeirrar niðurstöðu, að rétt sé að kæra allt þetta atferli, er eðlilegast í ljósi umfangs hinna meintu brota og þess, hversu margir þolendurnir eru, að nefndin hafi að því frumkvæði."
Ekki verður öðru trúað, en Brynjar og félagar hans í Sjálfstæðisflokki á Alþingi geri að því gangskör að afla téðra gagna og hafa að því nokkurt frumkvæði að leiða sannleikann í ljós. Hvort Ögmundur verði gagnlegur við þá vinnu, skal láta ósagt að svo stöddu. Nægir að vitna til orðtaksins: "lengi skal manninn reyna", en hann kann að eiga óhægt um vik innan VG, gangi hann nú veg sannleikans. Hér skal gizka á, að þríeykið Jóhanna, Steingrímur og Össur hafi samið umburðarbréf til téðrar stýrinefndar um að þóknast kröfuhöfum í hvívetna í þeirri von, að slíkt mætti greiða fyrir umsókninni um aðild að Evrópusambandinu, og kæmi það upp úr dúrnum, er það enn ein staðfestingin á, hversu mikil óþurftarför sú vegferð öll hefur verið frá upphafi til enda.
RÚV hefur ekki eytt miklu púðri á þetta mál, og er þó alls enginn sparðatíningur hér á ferð á borð við ýmislegt það, sem landsmönnum er endalaust velt upp úr á vettvangi þessa ríkisfjölmiðils. Fréttastofa RÚV hefur hingað til reynt að þegja þetta eldfima mál í hel, og ber það rannsóknarblaðamennskunni á þeim bæ ófagurt vitni.
Það minnir á annað mál, sem hlotið hefur miklu minni umfjöllun RÚV en efni standa til, en það er stóra launadeilumál Seðlabankastjóra. Þar véluðu fyrrverandi formaður bankaráðs Seðlabankans og Seðlabankastjóri um það að láta bankann borga málskostnað bankans og bankastjórans, þó að í málatilbúnaði bankans fyrir Héraðsdómi og Hæstarétti hafi verið krafizt greiðslu málskostnaðar að hálfu sóknaraðilans.
Bæði eru þau skötuhjúin talin vera verulega tengd Samfylkingunni, og bæði sýna þau af sér alvarlegt dómgreindarleysi í starfi og beinlínis brot í starfi, að því er virðist. Bankaráð Seðlabankans er fjölskipað stjórnvald, þar sem formaðurinn má ekki hlaupa með reikninga bankastjórans til gjaldkera bankans og óska eftir greiðslu. Þessi lögfræðingur og Samfylkingarkona traðkaði þarna heldur betur í salatbeðinu og braut reglur bankans. Heilög elítan lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna.
Hvers vegna hefur fréttastofa RÚV ekki gert sér neitt far um að rannsaka þetta mál, nú þegar sá, sem taldi sig hlunnfarinn, vill endilega fá að halda áfram, þó að við blasi eftir 5 ára feril, að nauðsynlegt er að skipta um æðsta stjórnanda Seðlabankans. Núverandi Seðlabankastjóri er trausti rúinn á Íslandi, hvað sem þau segja í Basel.
Kapítuli út af fyrir sig er svo "rannsókn" Ríkisendurskoðunar á ferlinu, sem leiddi til þess, að reikningurinn, sem Seðlabankastjóri fékk sendan með pósti heim til sín, var greiddur í algeru heimildarleysi af Seðlabankanum. Innra eftirlit bankans setti kíkinn fyrir blinda augað og Ríkisendurskoðandi var vanhæfur í málinu vegna venzla við Innri endurskoðandann. Eftirlitsiðnaðurinn sýnir hvað eftir annað tannleysi sitt og óhæfni. "Something is rotten in the State of Danemark", var einu sinni skrifað, en hér eru rotnu eplin á hverju strái.
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)