Færsluflokkur: Lífstíll

Fjórða byltingin

Adrian Wooldridge og John Micklethwait á The Economist hafa skrifað áhugaverða bók, sem þeir nefna "Fjórðu byltinguna".  Hún er um þær ógöngur, sem vestræn þjóðfélög hafa ratað í með innleiðingu ríkisrekinnar velferðar, sem ríkið hefur yfirleitt ekki lengur efni á.

Þegar sameignarstefnan lét undan síga með gjaldþroti og hruni Ráðstjórnarríkjanna árið 1989, töldu sumir, að lýðræði að vestrænni fyrirmynd og frjálst hagkerfi í anda Adams Smiths hefðu borið endanlegt sigurorð af einræðisöflum og miðstýrðum hagkerfum.  Þeirra á meðal var stjórnmálafræðingurinn Francis Fukuyama, sem sumarið 1989 lýsti yfir "endalokum sögunnar" í frægri ritgerð sinni.  

Þetta reyndist álíka áreiðanlegur spádómur og spádómur Rómarklúbbsins á 7. áratug 20. aldarinnar um endimörk vaxtar, "Limits to Growth", en samkvæmt honum átti olía og alls konar önnur verðmæt og eftirsótt efni, aðallega málmar, að klárast á 20. öldinni.  Rómarklúbburinn reyndist vera algerlega úti að aka í tæknilegum efnum og ekki gera sér nokkra grein fyrir hreyfiafli sögunnar, sem eru tækniframfarir og sókn mannsins eftir auknum lífsgæðum.  Þessi sókn leiðir til bættrar nýtingar á orku og hráefnum, aukinnar endurnýtingar og bættrar tækni við leit að og vinnslu auðlinda.  Rómarklúbburinn vanmat mátt samkeppni og markaðshagkerfisins. 

Það er hins vegar alveg rétt hjá þeim félögunum á The Economist, að þjóðfélagsaðstæður hafa í sögunnar rás þvingað fram róttækar breytingar í mannlegu samfélagi, sem hafa haft mótandi áhrif á hina sögulegu þróun. 

Fyrsta byltingin, sem þeir Wooldridge og Micklethwait tíunda, varð á 17. öld.  Þá hafði norðanverð Evrópa losnað úr viðjum kaþólsku kirkjunnar, sem ríghélt í forna guðfræði og kenningakerfi um alheim, en hafnaði vísindalegum kenningum um eðlisfræði og sólkerfið o.fl., sbr baráttu Galileo Galileis og Johannesar Keplers. 

Á 17. öld stóð kirkjan, einnig mótmælendakirkjur, jafnframt fyrir hrikalegum ofsóknum á hendur sjálfstætt hugsandi fólki, og brenndi það á báli í galdraofsóknum í því skyni að kveða niður frelsisanda og mótþróa. Bókabrennur voru haldnar og hótunum um eilífa útskúfun allra efasemdarmanna og kuklara.  Hún reyndi þar að halda í leifar alls umlykjandi valds síns yfir almúga og aðli með ógnarstjórn, en slíkt tekur alltaf enda.  Þótt náttúran sé lamin með lurki, þá leitar hún út um síðir, sögðu Rómverjar, og hið sama á við um sannleikann.  

Árið 1648 lauk Þrjátíu ára stríðinu í Evrópu, sem var á yfirborðinu trúarbragða styrjöld, en í raun var verið að knésetja Þýzkaland, sem var vígvöllur þessarar styrjaldar og var í heila öld að ná sér eftir hamfarir af manna völdum. 

Bylting 17. aldar var gerð til að styrkja ríkisvaldið, konung og keisara, til að gæta öryggis almennings.  Miðstýrðu ríkin í Evrópu, sem þá risu, náðu forystu í tæknilegum efnum á sviði skipasmíða, siglingatækni og vopnasmíði og gerðust í krafti þessa nýlenduveldi.  Miklar framfarir í raunvísindum og grózka í listum urðu í kjölfarið undir handarjaðri einvaldskonunga, sem deildu og drottnuðu með aðlinum.  Náði þessi þróun hámarki í Evrópu með iðnbyltingunni og kenningum Adams Smiths um Auðlegð þjóðanna, og hvernig skynsamlegast væri að skipuleggja hagkerfið og samfélagið til hámarks ávinnings fyrir sem flesta. 

Iðnbyltingin braut viðjar af almúganum, sem flykktist úr ánauð landeigenda og til bæjanna, þar sem hann fékk vinnu og eignaðist peninga í sveita síns andlitis.  Spillt forréttindakerfi aðalsins stóðst ekki þessa breytingu, og seint á 18. öld og snemma á 19. öld varð Önnur byltingin. 

Þar beittu frjálslyndir umbótasinnar sér í nafni Upplýsingastefnunnar gegn þunglamalegu konungsveldi og niðurnjörvuðu aðalsveldi og beittu sér fyrir ábyrgara stjórnkerfi, sem leyfði fleirum en aðalbornum að njóta sín.  Þetta varð grundvöllurinn að myndun borgarastéttarinnar, sem náði þjóðfélagslegum undirtökum í Evrópu, Bandaríkjunum, Ástralíu og víðar á 19. öld.  Mikilvægasta framlag borgarastéttarinnar til samfélagsþróunarinnar var afnám forréttinda aðalsins og blöndun stéttanna þannig, að dugnaðarforkum og öðru atgervisfólki veittist tækifæri til að klifra upp stéttastigann og að komast í álnir. Þessi jöfnun tækifæranna hefur síðan í senn viðhaldið völdum borgarastéttarinnar og knúið þjóðfélagsþróun  áfram. 

Þessi þróun var síðan innsigluð með algerri kollsteypu konunga, keisara og aðals í Fyrri heimsstyrjöldinni og stofnun velferðarkerfa í byrjun 20. aldarinnar í hinni svo kölluðu Þriðju byltingu. Hér verður reyndar að geta snjallræðis Ottós von Bismarck seint á 19. öldinni að innleiða lífeyriskerfið til að friðmælast við þyzku borgara stéttina. 

Nú er hins vegar svo komið, að velferðarkerfin hafa vaxið getu þjóðarbúanna yfir höfuð, þar sem þau hafa í sér innbyggðan hvata til að þenjast stöðugt út og þjóðirnar eru sífellt að eldast.  Gamalmennum fjölgar stöðugt, og á sama tíma fækkar ungu fólki.  Þetta hefur þegar leitt til skuldasöfnunar ríkissjóða margra Vesturlanda, sem getur orðið óviðráðanleg án 4. byltingarinnar, sem þá miðar að því að minnka umfang ríkisvaldsins.  Höfundar "The Fourth Revolution" skrifa um þetta í bókinni:

"Eftir að hafa ofhlaðið ríkið með kröfum sínum, eru kjósendur ævareiðir yfir því, hvað það virkar illa."

Vandinn er sá, að stjórnmálamenn hafa orðið við sívaxandi kröfum kjósenda, en velt byrðunum yfir á næstu kynslóð með lántökum.  Þetta er ósiðlegt og verður að stöðva.  Höfundar bókarinnar boða hins vegar ekki niðurrif ríkisvaldsins, heldur vilja þeir berjast fyrir straumlínulögun þess og aukinni skilvirkni.  Það þarf að fást meira fyrir minna, sem þýðir uppstokkun og endurskipulagningu starfseminnar og minnkun sóunar.  Það verður að fara betur með skattféð.  Nær t.d. einhverri átt, að Alþingi gangsetji alls kyns rannsóknir á atburðum og stöðu stofnana og fyrirtækja án þess að skilgreina fyrst umfangið og afmarka hverri rannsókn kostnaðarramma ?  Rannsókn á falli banka, sparisjóða og stöðu Íbúðalánasjóðs hefur kostað hátt í 2 milljarða kr, og enn eru reikningar að berast.  Nei, þetta nær engri átt.  Það þarf að reka ríkissjóð, eins og vel rekið einkafyrirtæki, þar sem leitað er hagkvæmustu leiðar til að leysa hvert verkefni, þar með að úthýsa starfsemi með útboðum til að nýta mátt samkeppninnar, eins og hinar Norðurlandaþjóðirnar hafa þegar gert í meiri mæli en við, enda mælast þær miklu hærri á frelsismælikvarða.  

Hér er verk að vinna fyrir núverandi ríkisstjórn.  Hún hefur á stefnuskrá sinni að lækka skatta og að lækka verðlag í landinu.  Þetta mun þó aðeins um skamma hríð draga úr tekjum ríkissjóðs, því að umsvif einstaklinga og fyrirtækja munu vaxa fyrir vikið, sem eykur skatttekjur hins opinbera, þó að skattheimtan lækki.  Þetta hefur þegar nú á árinu 2014 komið berlega í ljós.  Skatttekjur ríkisins eru meiri í ár en búizt var við, þó að skattar hafi verið lítillega lækkaðir og meiri skattalækkun sé boðuð.  Sú boðun hefur líka jákvæð áhrif á umsvifin.  Þetta eru þveröfug áhrif við þau, sem aukin skattheimta hafði á dögum vinstri stjórnarinnar og boðakapurinn, sem fólst í hótun þáverandi fjármálaráðherra: "you a´int seen nothing yet". 

Allir, nema ríkið, draga saman seglin við slíkar aðstæður, og skatttekjur ríkisins lækka þrátt fyrir hærri skattheimtu. Að sjálfsögðu gjalla strax hjaroma raddir um, að osiðlegt sé að sýna aðhald í ríkisfjármálum á sama tíma og verið sé að lækka skattheimtu. Þarna er einmitt komin meinloka jafnaðarmanna, sem alls staðar hefur leitt til óviðráðanlegra byrða á skattborgarana, sbr dæmið frá Svíþjóð, þar sem jafnaðarmenn voru búnir að koma ríku þjóðfélagi á kné, þegar kjósendur fólu borgaraflokkunum völdin seint á síðustu öld. 

   

  

    

 

 

 

 

  


Jöfnuðurinn og réttlætið

"Sex, brains and inequality" nefndist grein í The Economist þann 8. febrúar 2014 með undirfyrirsögn: "Hvernig jafnrétti kynjanna eykur bilið á milli ríkra og fátækra fjölskyldna".

"Nú á dögum eru framgangsríkir karlar líklegri til að kvænast framgangsríkum konum en áður var.  Þetta er gott, því að það ber vott um, að meira er um "háfleygar" konur en áður.  Karlkyns læknar kvæntust hjúkrunarfræðingum á 7. áratugi 20. aldar, af því að þá voru kvenkyns læknar sjaldgæfir.  Nú eru þeir algengir.  Hjónabönd jafningja (assortative mating) eykur ójöfnuð á milli fjölskyldna - tveir lögfræðingar í sambúð/hjónabandi eru miklu ríkari en einstæð móðir í verzlunarvinnu.  Ný rannsókn á hundruðum þúsunda para staðfestir kenninguna, sem hér hefur verið sett fram.

Launamunur á milli vel menntaðs og minna menntaðs starfsfólks hefur vaxið, og sá munur er ekki lengur verulega kynbundinn vegna batnandi menntunar kvenna.  Hefði makaval verið tilviljanakennt, þá mundu margar hálaunaðar konur hafa kvænzt illa launuðum körlum og öfugt.  Launamunur hefði vaxið, en munurinn á tekjum heimilanna mundi ekki hafa aukizt.  Þeir, sem rannsakað hafa þetta, telja, að Gini-stuðullinn, sem er 0 við algeran jöfnuð og 1 við algeran ójöfnuð, mundi lítið hafa breytzt með tilviljanakenndu makavali, eða farið úr 0,33 árið 1960 í 0,34 árið 2005. 

Reynslan sýnir hins vegar, að vel menntað fólk dregst saman og stofnar heimili í æ ríkari mæli.  Árið 1960 kvæntust 25 % karla með háskólagráðu konu með háskólagráðu.  Árið 2005 var þetta hlutfall 48 %.  Af þessum sökum hækkaði Gini úr 0,33 árið 1960 í 0,43 árið 2005. ...

Kona með háskólagráðu, sem hefði gifzt manni, sem hætt hefði skólagöngu á gagnfræðastigi, hefði samt notið 40 % hærri heimilistekna en fjölskylda með meðallaun árið 1960, en árið 2005 hefði slík fjölskylda haft laun 8 % undir meðaltalinu.  Árið 1960 voru heimilistekjur háskólamenntaðra hjóna 76 % yfir meðallaunum, en árið 2005 höfðu þau 119 % yfir meðaltalinu. "

Niðurstöður þessara félagsfræðilegu rannsókna eru athygliverðar fyrir nokkurra hluta sakir:

  • Vafstur stjórnmálamanna, sem hallir eru undir forræðishyggju og eru stöðugt með jafnrétti og jöfnuð á vörunum, er unnið fyrir gýg, vegna þess að þjóðfélagsþróunin veldur auknum mun á fjölskyldutekjum.  Hvernig ætlar stjórnmálamaður á borð við Katrínu Jakobsdóttur, formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, sem kveður Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, vitja sín í draumum, að bregðast við niðurstöðum þessarar rannsóknar ?  Mun hún beita sér gegn þjóðfélagsþróuninni, sem lýst er hér að ofan, til að lækka GINI-stuðulinn, eða mun hún halda áfram að berjast við vindmyllur, eins og eru hennar ær og kýr ?  
  • Enginn stöðvar tímans þunga nið.  Hin gleðilega þróun menntunar kvenna verður ekki sveigð af leið til að framkalla meiri jöfnuð í tekjum fjölskyldna.  Góð menntun kvenna á borð við karla þýðir, að þjóðfélagslega vannýtt auðlind er nú betur nýtt og leysir úr læðingi verðmætasköpun, sem áður var ekki fyrir hendi.  Þetta eykur tekjustig samfélagsins, en aukningin dreifist ekki jafnt, eins og rannsóknin sýnir, heldur leitar fé þangað, sem fé er fyrir.  Katrín Jakobsdóttir er nú um stundir helzti handhafi þjóðfélagslegs réttlætis, sem hún er síknt og heilagt með á vörunum.  Hún er sem Don Kíkóti nútímans samkvæmt ofangreindri rannsókn.  Aðalbaráttumál Katrínar er tímaskekkja.  Hún virðist sjaldan veðja á réttan hest, eins og afstaða hennar til ESB 16. júlí 2009 og aftur í febrúar-marz 2014 sýnir.   
  •  Nú má spyrja, hvort eitthvert réttlæti felist í því, að Katrín Jakobsdóttir og hennar meðreiðarsveinar, þegar þau komast til valda, hækki tekjuskattheimtuna upp úr öllu valdi á menntafólki með góðar tekjur undir yfirskyni "réttlætis"?  Það mun ekki hafa þær afleiðingar, að slíkt fólk hætti að draga sig saman til að skapa meiri jöfnuð í fjölskyldutekjum í landinu, þó að forræðishyggjunni væri vel trúandi til að vilja stjórna slíkum samdrætti í nafni "þjóðfélagsréttlætis".  Menntafólkið mun hins vegar flýja land undan ofurréttlætisskattheimtu Kötu Jak og hennar nóta.  Slíkt minnkar skattstofninn, dýrmætri fjárfestingu hins opinbera er fórnað á altari jöfnuðar, þannig að allir verða fátækari, nema þeir sem flúðu.  Jafnaðarstefna Katrínar Jakobsdóttur er jafnaðarstefna andskotans, af því að hún leiðir til verri afkomu allra.
  • Það er hroðalegt að hlusta á forsprakka vinstri flokkanna, sem alræmdir urðu af kosningaloforði sínu 2009 um "skjaldborg heimilanna", sem í framkvæmd breyttist í "skjaldborg bankanna", tuða um það á Alþingi og á vettvangi ASÍ, að aðgerðir ríkisstjórnar og Tryggva Þórs Herbertssonar gagnist helzt hinum tekjuhærri þegnum þjóðfélagsins.  Það vill svo til, að hinir tekjuhærri og skuldsettu eru í flestum tilvikum ungt fólk, sem er að koma sér þaki yfir höfuðið með mikilli vinnu.  Þetta fólk tók eðlilega hærri lán en hinir, af því að það hafði meiri greiðslugetu.  Það breytir ekki því, að stökkbreyting lána og hrun peningakerfisins gat komið þessu fólki á vonarvöl, og margir þeirra leituðu í atvinnuskyni til útlanda.  Verkefnið er að fá upp svo góðan hagvöxt á Íslandi, sem knúinn verði af fjárfestingum, helzt í útflutningsatvinnuvegum, að "flóttafólkið" sjái sér hag í því, þegar öllu er á botninn hvolft, að leita heim á ný.  Það er ljóst, að spor vinstri stjórnarinnar hræða á öllum sviðum, en lág verðbólga og stöðugur hagvöxtur yfir 3-4 % er bezta bólusetningin gegn þröngsýni, neikvæðni og afturhaldsstefnu vinstri manna.  Ef launahækkanir í landinu verða ekki innistæðulausar, þ.e. ekki umfram framleiðniaukningu, þá er ekki lögmál, að hér verði meiri verðbólga en annars staðar.  Það eru þegar í gangi aðgerðir til að hefta aukningu peningamagns í umferð.  Mikil aukning peningamagns í umferð, þ.e. seðlaprentun bankanna með miklum lánveitingum, er verðbólguhvetjandi og ber að halda í skefjum.  

Góður hagvöxtur er bezta jöfnunartækið fyrir afkomu þjóðfélagsþegnanna.  Þá eru flest tækifæri til að bæta kjör sín, ekki sízt í hópum hinna efnaminnstu, og hækkandi jaðarskattur með tekjustigi hefur útjafnandi áhrif.  Hagvöxtur bætir einnig hag hins opinbera, svo að aukið svigrúm myndast fyrir bætur og millifærslur. 

Nú eru ljón í vegi hagvaxtar.  Bolfiskverð er fremur lágt og verð á uppsjávartegundum einnig vegna ansjósuframboðs frá Suður-Ameríku.  Norðmenn, ESB og Færeyingar gerðu arfavitlausan samning um 50 % aukningu á makrílveiðum, sem öll er umfram ráðgjöf fiskifræðinga og getur valdið verðfalli á makríl í ár. 

Ferðamennskan getur unnið á móti þessu.  Árið 2013 komu 800 þúsund erlendir ferðamenn til landsins, og í ár er spáð hátt í einni milljón ferðamanna, en ferðamenn virðast hafa æ minna fé á milli handanna, svo að ekki er á vísan að róa í þessum efnum heldur.

Áliðnaðurinn á mjög undir högg að sækja hérlendis um þessar mundir og hefur neyðzt til að fækka fólki vegna slæms markaðar og óvenju lágra verða.  Áliðnaðurinn skilar tapi, eða afkoma hans er í járnum vegna markaðarins.  Ofan á þessi vandræði bætist heimatilbúinn vandi af völdum orkuskorts í landinu, sem hefur valdið íslenzkum áliðnaði miklum búsifjum.  Alþekktur er niðurdráttur í jarðgufuvirkjunum á Hellisheiði, sem Orkuveita Reykjavíkur hefur bætt sér upp með kaupum á raforku af Landsvirkjun.  Landsvirkjun, á hinn bóginn, er engan veginn aflögufær, því að hana skortir bæði miðlunarrými og fleiri virkjanir í Þjórsá til að nýta takmarkað vatn úr Þórisvatni betur. 

Fyrirhyggjuleysið, sem þetta alvarlega ástand lýsir, hefur nú leitt til forgangsorkuskerðinga til margra notenda, og Þórisvatn kann að tæmast í vor, og þá mun koma til skömmtunar á rafmagni til almenningsveitna.  Hér er ekki aðeins um gríðarlegt fjárhagstjón að ræða, tjón sem hleypur á tugum milljarða króna, heldur er stórhætta á ferðum fyrir almenning vegna yfirvofandi straumrofs.  Ný stjórn Landsvirkjunar verður að sýna meira lífsmark en sú gamla, þar sem þjóðarhagur liggur við.  

Yfirvöld í landinu eru ábyrg gagnvart almenningi varðandi öruggt aðgengi að orku.  Þau verða nú að fara að taka sér tak.  Þeir, sem alltaf rísa upp á afturfæturna, þegar aukin miðlunargeta eða nýjar virkjanir koma til tals, eru stikkfrí, verða ekki krafðir um bætur vegna tjóns af völdum raforkuskorts, enda algerlega ábyrgðarlausir.  Það er ábyrgðarleysi að hálfu yfirvalda orkumála í landinu að láta við svo búið standa.  Miðlunargeta lónanna er allt of lítil orðin, enda hefur ekkert við hana bætzt hér sunnanlands síðan síðasta áfanga Kvíslaveitu lauk, líklega um aldamótin, og Hálslón er síðasta miðlunarframkvæmd landsins, tekin í notkun árið 2007.  Hið undarlega gerist, að það fylltist í fyrrahaust, en samt hefur þurft að grípa til raforkuskerðingar í vetur hjá Fjarðaáli, fiskimjölsverksmiðjum o.fl. fyrir austan, annað árið í röð.  Þetta er grafalvarlegt ástand fyrir öryggi landsmanna og fyrir hagkerfið, sem fyrir vikið mun verða stöðnun að bráð.  Arðsömustu fjárfestingar hins opinbera eru styrking innviðanna, og raforkusalan endurspeglar umsvifin í samfélaginu og þar með landsframleiðslu og hagvöxt. 

Nú dugar ekki lengur dauðyflisháttur í orkumálunum, framkvæmdir við virkjanir, miðlanir og flutningslínur verða að fara strax af stað.  Raddir um 1650 GWh/a (200 MW) af ónýttri raforku í landskerfinu, sem afsetja verði um sæstreng til Skotlands, hafa hljóðnað, enda hljóma þær nú sem gjörsamlega út úr kú.  Afleggið draumóra og hefjizt handa.

 

 

  

 

 

  

 

 


Að taka flugið

Barátta Samfylkingarinnar gegn flugrekstri í landinu er farin að taka á sig bæði grafalvarlegar og fáránlegar myndir.  Um er að ræða atlögu að einkaframtaki og innviðum landsins í senn.  Menn minnast undarlegrar ráðgefandi atkvæðagreiðslu R-listans í Reykjavík um framtíð flugvallarins í Vatnsmýrinni, þar sem spurning var óljós (eins og spurningavaðallinn um uppkast að Stjórnarskrá) og þátttakan álíka lítil í prósentum talið.  Afar mjótt varð á munum. Það er grundvallaratriði, þegar efna á til atkvæðagreiðslu á meðal almennings um tilvist flugvallar í höfuðborg landsins, að slík verður að vera þjóðaratkvæðagreiðsla. Miðstöð innanlandsflugs er ekki einkamál Reykvíkinga, þar sem ljóst er, að verði Reykjavíkurflugvöllur í Vatnsmýrinni eyðilagður frá öryggislegu sjónarmiði eða lagður alfarið af, þá leggst innanlandsflugið niður.  Þar með yrði stórt skarð höggvið í almenningssamgöngur á Íslandi og innviðum landsins unnið óbætanlegt tjón.  Til að stöðva skaðvaldana þarf nýtt Alþingi að setja lög um, að í Vatnsmýrinni skuli vera miðstöð innanlandsflugs á Íslandi.  "Basta."

Þeir, sem af einhverjum ástæðum eru andsnúnir Vatnsmýrarvellinum í sinni núverandi mynd, verða einfaldlega að líta á þennan flugvöll sem fórn Reykjavíkur fyrir að hafa orðið fyrir valinu til að gegna hlutverki höfuðborgar landsins.

Fjárhagslega er það þó engin fórn.  Þvert á móti er gróði að flugvellinum fyrir Reykjavík og ríkissjóð.  Hundruðir Reykvíkinga hafa beina atvinnu af flugvellinum og þúsundir, þegar afleidd störf eru meðtalin.  Verðmæti flugvallarins fyrir Reykjavík hefur verið metið á móti söluandvirði lóða í Vatnsmýrinni.  Það er undarlegt hagkvæmnimat.  Það væri aðeins gilt sjónarmið, ef hörgull væri á lóðum, en svo er alls ekki, hvorki í landi Reykjavíkur, Kópavogs né Garðabæjar.  Á flugvellinum fer fram öflug atvinnustarfsemi, sem skapar höfuðborginni milljarða kr í tekjur árlega.  Tekjur af lóðasölu og tekjur af íbúum í Vatnsmýri umfram önnur hverfi getur ekki keppt við öfluga atvinnustarfsemi, sem að hluta til er gjaldeyrisskapandi. 

Þá er talað um aksturssparnað Vatnsmýraríbúa vegna miðlægrar legu Vatnsmýrar.  Hér virðast forsendur þær, að flestir íbúar Vatnsmýrar mundu stefna til vinnu í Háskólana, Landsspítalann eða Kvosina.  Þetta stenzt varla, og eru allsendis ótæk rök fyrir því að úthýsa flugvellinum.  Fyrirsjáanlega yrði umferðaröngþveiti í þessum þrengslum, nema verulegar samgöngubætur fylgi, ef þetta gengi eftir og Háskólasjúkrahús risi á Landsspítalalóðinni. 

Saga flugsins á Íslandi er stórmerkileg, og innanlandsflugið hefur gegnt veigamiklu þjónustuhlutverki við landið allt.  Það hefur í raun fært höfuðborgina nær landsbyggðinni, ef svo má að orði komast.  Það er ekkert, sem komið getur skammlaust í stað innanlandsflugsins.  Þá gera fjölmargir einkaflugmenn út frá Vatnsmýrinni, og einkaflugið er hluti af þeim lífsstíl og lífsgæðum, sem við teljum mörg vera eftirsóknarverð.  Veigamikil og mikilvæg kennslustarfsemi fyrir verðandi flugmenn fer fram þarna.  Það er ómetanlegt fyrir íbúa Reykjavíkur og nágrennis að hafa svo öruggan flugvöll innan seilingar. 

Reykjavíkurflugvöllur gegnir veigamiklu öryggishlutverki, sem Samfylkingin, af sínu einkennilega kæruleysislega ábyrgðarleysi, er stöðugt að reyna að rýra.  Heggur sá, er hlífa skyldi, má segja um Dag, lækni, og fyrrverandi varaformann Samfylkingar, því að sjúkraflug eru líklega að nálgast 1000 á ári, þegar vængjað flug og þyrluflug er saman talið.  Er alveg öruggt, að margur á líf sitt og/eða heilsu því að þakka að hafa komizt undir læknishendur svo greiðlega sem flugið eitt og nánd Reykjavíkurflugvallar við Landsspítalann ein leyfði. 

Innanlandsflug er landsmönnum nauðsyn af öryggisástæðum, t.d. ef mikil vá ber að dyrum, og samgönguleiðir á landi lokast, og til að tryggja greiðar samgöngur á milli höfuðborgarinnar og hinna fjarlægari staða á landsbyggðinni.  Innanlandsflugið kemur að mörgu leyti í stað lestarsamgangna, sem tengja þorp, bæi og borgir annarra landa traustum samgönguböndum.  Það er þess vegna aðför að öryggi landsmanna og lífsgæðunum í landinu að standa í stöðugum hernaði gegn fluginu.  Þetta hefur einn stjórnmálaflokkur í landinu þó gert sig sekan um.  Samfylkingin stefnir á að leggja Vatnsmýrarvöllinn niður og þar með að tortíma innanlandsfluginu.  Á sama tíma sendir hún strætó landshornanna á milli, niðurgreiddan, m.a. af fluginu.  Þetta ráðslag er óþolandi og verður að gera afturreka strax, enda er ekki heil brú í þessu stefnumáli Samfylkingarinnar fremur en mörgum öðrum.  Þeim þykir betra að veifa röngu tré en öngvu.  Þessa niðurrifsstarfsemi lattélepjandi sauðargæra ("borgarsveitalubba" sagði Árni Johnsen) í 101 verður að kveða í kútinn á næsta kjörtímabili.  Það getur Alþingi gert.

Í marz 2013 gerðu núverandi og fyrrverandi varaformenn Samfylkingar með sér "marksamning" (er það sama og markmið ?) án aðkomu innanríkisráðherra, sem nú um stundir er vinstri-grænn og fer með forræði Vatnsmýrarvallar, um sölu ríkisins á 11,2 ha á suðurhluta Reykjavíkurflugvallar. Í frétt Reykjavíkurborgar um atburðinn segir svo:

"Vinna við skipulagið hefst fljótlega, þótt ljóst sé, að uppbygging fari ekki af stað fyrr en innanríkisráðuneytið hafi (svo ?) formlega tilkynnt um lokun flugbrautarinnar."  

Þetta er stríðshanzki framan í innanríkisráðherra og flugrekendur á Reykjavíkurflugvelli sem og alla viðskiptavini flugrekendanna.  Árið 1999 teygði samgönguráðuneytið undir stjórn sjálfstæðismanns sig langt til að skapa frið um flugvöllinn, en sá friður var rofinn þarna.  Viljayfirlýsingin á milli ráðuneytisins og Reykjavíkurborgar var um lokun NA-SV brautar Reykjavíkurflugvallar.  Sú lokun mun þýða 1 % fall í nýtileika flugvallarins, þ.e. úr 99 % í 98 %.  Frá öryggissjónarmiði er þetta óásættanlegt, og þess vegna var sleginn sá varnagli, að lokuð braut með svipaða stefnu á Keflavíkurflugvelli yrði fyrst enduropnuð og gerð tiltæk fyrir notendur Reykjavíkurflugvallar.  Það hefur enn ekki verið gert.  Forræðishyggjustjórnmálamenn kasta á milli sín fjöreggi flugfarþega.  Hver vill leggja öryggi sitt í hendur loddara, sem vaða áfram í villu og svíma, og skortir augljóslega dómgreind til að láta minni hagsmuni víkja fyrir meiri ? 

Við ríkisstjórnarskiptin 24. maí 2007 tók við samgönguráðherra Samfylkingar.  Hann hafði aðrar áherzlur en fyrirrennari hans í embætti úr röðum sjálfstæðismanna, og tók fjárveitingu til opnunar téðrar SV-NA-brautar á Keflavíkurflugvelli út úr samgönguáætlun.  Ef Samfylkingin verður látin komast upp með að reka stöðugt hornin í flugið, þá leggst innanlandsflugið af fyrr en varir.  Það eru allt of miklir hagsmunir í húfi fyrir landsmenn alla til að láta slíka öfugþróun viðgangast, og það eru til meðul, sem hrífa í þessu sambandi.  Varaformennirnir þurfa að fá að bergja á beizkum kaleik.  

Samfylkingin ræðst að fluginu úr annarri átt.  Hún ætlar að kyrkja innanlandsflugið með gjaldtöku og skattlagningu, svo að flugrekendur verði að leggja upp laupana vegna of fárra farþega.  Þar með verður eftirleikurinn auðsóttur að afleggja Reykjavíkurflugvöll, þó að það þýði meiri eldsneytisbirgðir millilandavéla til að komast á varaflugvöll.  Þessi framkoma Samfylkingar og taglhnýtinga þeirra, vinstri grænna, í garð mikilvægrar þjónustustarfsemi í landinu, er óafsakanleg.

Ríkisstjórnin hefur hækkað opinber gjöld af innanlandsfluginu um 130 % á 4 árum 2009-2013, og enn er ein hækkunin væntanleg 1. apríl 2013.  Á árinu 2013 verður gjaldtaka ríkisins af innanlandsfluginu 415 milljónir kr og nemur þá 10 % af veltu innanlandsflugsins.  Ofan á þetta leggst svo skattur, t.d. tekjuskattur, og launatengd gjöld.

Þetta er alger óhæfa, og með þessum hætti hagar ekkert yfirvald sér, nema það ætli að ganga á milli bols og höfuðs á viðkomandi starfsemi.  Hér eiga sér stað ofsóknir og skefjalaust niðurrif á afar mikilvægum innviðum íslenzka þjóðfélagsins, sem er hluti af lífsgæðum og lífsstíl fjölda fólks.  Hvorki stjórnmálamenn Samfylkingar, Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, né nokkurs annars stjórnmálaflokks, hafa umboð til að brjóta svo freklega á meirihluta landsmanna.

  Innanlandsflugið er mál þjóðarinnar allrar, og það er hægt að höggva á þennan hnút með þjóðaratkvæðagreiðslu.  Þá verða viðkomandi stjórnmálamenn að standa fyrir máli sínu með lýðræðislegum hætti í stað níðingslegra aðferða við að kvelja líftóruna úr flugrekendum. 

Innanlandsflugið mun blómstra, ef það fær frið fyrir ósvífnum yfirvöldum, sem skirrast ekki við að taka atvinnulífið fantatökum.  Þetta eru yfirvöld, sem skilja ekki, að athafnalíf verður að blómstra til að velferðarsamfélag geti þrifizt.  Stríð yfirvalda við athafnalífið, eins og Fylkingin og VG hafa staðið í, leiðir til einhæfni, atvinnuleysis og síðan til fátæktarsamfélags.  Þessa tegund stjórnmálamanna þarf að setja í skammarkrókinn í komandi Alþingiskosningum og síðan í næstu borgarstjórnarkosningum.

Farþegum í innanlandsfluginu fjölgaði fyrstu 3 mánuði ársins 2012.  Þann 1. apríl 2012 var flugrekendum greitt þungt högg undir bringspalir af stjórnvöldum "með rörsýn".  Þá skelltu óhæfir og kreddufullir forræðishyggjustjórnmálamenn, sem vilja ráða, hvernig fólk ferðast, á eftirfarandi hækkunum á flugrekendur:

  • farþegaskattur upp um 71 %
  • lendingargjöld upp um 72 %
  • flugleiðsögugjöld upp um 22 %

Þessi gjaldpíning leiddi óhjákvæmilega til hærri fargjalda.  Árið 2012 voru farþegar í innanlandsflugi um 375.000 og hafði þá fækkað um 3 % frá árinu á undan.  

Það er deginum ljósara, að Samfylkingin stendur nú að fólskulegri tangarsókn gegn innviðum landsins á samgöngusviðinu og lífsskilyrðum fjölda fólks.  Taglhnýtingurinn, Vinstri hreyfingin grænt framboð, fylgir í humátt á eftir og gerði það þegar á dögum R-listans, þegar Svandís Svavarsdóttir, þá borgarfulltrúi, lagði til rannsókn á því, að byggja upp nýja miðstöð innanlandsflugs á Hólmsheiði og leggja af Vatnsmýrarvöllinn.  Niðurstaðan kemur fáum á óvart.  Hólmsheiði er ónothæf fyrir flugvöll af veðurfarslegum ástæðum.  Enginn heilvita maður leggur í að reisa þar miðstöð innanflugs og stefna þar með lífi og limum farþega og áhafna í mjög aukna hættu vegna óhagstæðs veðurfars í um 130 m hæð y.s.m., stórra háspennulína í grennd og sviptivinda frá fjalllendi eigi fjarri.  Nýtileiki flugvallar á Hólmsheiði er neðan við alþjóðleg viðmiðunarmörk.  Hólmsheiði fyrir flugvöll var villuljós skammsýnna stjórnmálamanna með rörsýn ekki síður en í REI-málinu. 

Að bráðnauðsynlegt sé að byggja íbúðarhús í Vatnsmýrinni til að fjölga íbúum í grennd við 101 Reykjavík er rangt.  Þarna er djúpt niður á fast og lóðirnar yrðu rándýrar í vinnslu.  Það er út í hött að reikna út lóðaverð til að rökstyðja ný not á landinu.  Það þyrfti þá að meta mismunarverð á þessu landi og öðru.  Það er nóg framboð á landi um ófyrirsjáanlega framtíð á höfuðborgarsvæðinu, og mismunur á arðsemi íbúðabyggðar á ólíkum svæðum á höfuðborgarvæðinu getur aldrei slagað upp í arðsemina af Reykjavíkurflugvelli í Vatnsmýri fyrir borgarsjóð og fyrir landið allt. 

Hvers vegna halda menn, að margar borgir í heiminum, og höfuðborgir á borð við Berlín og London, státi af flugvöllum innan sinna vébanda ?  Það er af því, að flugvellirnir styrkja samkeppnistöðu borganna, og þar sem höfuðborgir eiga í hlut, samþykkja borgirnar starfsemi flugvallanna sem eðlilegan þátt í að sinna höfuðborgarhlutverki sínu með sóma.

Á Íslandi hafa sumir stjórnmálamenn enga sómatilfinningu, og það bitnar á borgurunum.   

  Heli down - þyrlan lent

        

 

 

 

 

 

              

 

 


Nýtt upphaf

Jólahátíðin markar nýtt upphaf.  Hún er haldin á árstíma stytzta sólargangs.  Héðan í frá mun sól hækka á lofti, sem að lokum mun duga til að kveikja nýtt líf; náttúran mun lifna við enn á ný.  Þetta er guðdómleg endurnýjun og hringrás. 

Jólasaga kristinna manna snýst um þetta; fæðingu barns, sem reyndar hafði orðið til með yfirskilvitlegum hætti í móðurkviði.  Barn þetta óx og dafnaði og tók út mikinn andlegan þroska, eins og sögur herma.

Eðlilega hefur boðskapur Jesú, Krists, haft mikil áhrif í mannheimi, en hann hefur samt ekki breytt eðli mannsins.  Það eru þó fjölmörg dæmi um breytta hegðun vegna kristins boðskapar, en mikil illska er þó í kristnum samfélögum, eins og öðrum, og ókristileg hegðun.

Kristnir menn verða líka að viðurkenna, að sterkar siðferðiskenningar eru boðaðar af fleirum en kristnum mönnum, og ekki má fordæma guðleysingja.  Þeir geta verið siðavandir, tillitssamir við meðborgara sína og hinir mætustu menn ekki síður en kristnir.  "Homo sapiens", hinn viti borni maður, hefur náð þroskastigi siðvædds dýrs, þó að siðmenning hans sé brotakennd á köflum. 

Út af fyrir sig ættu allir að geta sameinazt um fegurð jólaboðskapar kristinna manna.  Sannleiksgildi sögunnar er aðalatriði fyrir trúaða, en boðskapurinn getur orðið hinum aðalatriði.  Fólk á að geta tekið sér til fyrirmyndar kristilegan boðskap um umburðarlyndi, miskunnsemi, tillitssemi og stuðning við sína minnstu bræður, þó að það trúi ekki biblíunni.  Það er vegna þess, að slík hegðun höfðar til þess í manninum, sem honum þykir vera gott og rétt.

Þetta er út af því, að maðurinn hefur samvizku.  Hann getur greint á milli góðs og ills, þó að hann geri það ekki alltaf.  Þess vegna getur maðurinn tileinkað sér góða siði og lifað í siðuðu samfélagi.

Annað mjög athyglivert við manninn er, að samfélög hans geta auðveldlega lent í höndum kúgara, en hann virðist að lokum alltaf ná að slíta af sér heljarfjötrana.  Þetta upplifðum við í ríkum mæli á 20. öldinni, sem var öld öfganna.  Lénsskipulagið, sem verið hafði við lýði frá upphafi fastrar búsetu, leið undir lok í Evrópu í heimsstyrjöldinni fyrri, 1914-1918, og eðlilega tóku þá við umbrotatímar eftir slík Ragnarök.  Einræði skólagenginna kaffihúsasnata, sem smjöðruðu fyrir verkalýðnum, tók við í Rússlandi, sem leiddi af sér hræðilegar hörmungar fyrir rússnesku þjóðina og allar þjóðir Ráðstjórnarríkjanna. 

Í öðru höfuðríki Evrópu, Þýzkalandi, var keisaranum steypt af stóli, og við tók lýðræði með miklu frelsi einstaklinganna í Weimarlýðveldinu, tækniþróun og þjóðfélagslegri gerjun, þar sem borgarastéttin náði þjóðfélagslegum undirtökum af aðlinum.  Versalasamningurinn 1919 batt þó Þjóðverjum slíka skuldaklafa, að ríkið átti sér ekki viðreisnar von.  Saman fór geigvænlegt atvinnuleysi og óðaverðbólga, sem varð Weimarlýðveldinu að falli í lok janúar árið 1933.

Upp úr þessum jarðvegi spratt þjóðernisjafnaðarstefnan.  Adolf Hitler, formaður þjóðernisjafnaðarmanna, lofaði Þjóðverjum hefnd eftir ófarir heimsstyrjaldarinnar fyrri og hefnd fyrir Versalasamningana.  Þjóðernisjafnaðarmenn kyntu undir ólgu með svikabrigzlum í garð Reichswehr, hers keisaradæmisins, og í garð samningamanna Þjóðverja, sem voru þvingaðir til að skrifa undir Versalasamningana. Þjóðernisjafnaðarmenn náðu um þriðjungi atkvæða, sem dugði þeim til að hrifsa til sín völdin árið 1933 vegna veiks forseta, Hindenburgs, hershöfðingja.  Reichstag undir stjórn þjóðernisjafnaðarmanna hætti strax að greiða stríðsskaðabætur, og ríkisstjórn þeirra sett alla menn til verka.  Þjóðverjar hófu framleiðslu Volkswagen, alþýðuvagnsins,  handa verkamönnum Þýzkalands, og reistir voru verkamannabústaðir.

Í stefnu þjóðernisjafnaðarmanna voru hins vegar efnisatriði, sem áttu eftir að leiða til tortímingar og óþarft er að rekja hér. Þriðja ríkið, sem stundum var kallað þúsund ára ríkið, stóð aðeins í 12 ár.  Því var tortímt.  Í grundvöll ríkisins vantaði algerlega hin kristnu gildi, sem tíunduð eru hér að ofan og eru nauðsynleg í hverju siðuðu samfélagi.  Þau geta heitið eitthvað annað en kristni, en innihaldið er ætíð hið sama.  Þau eru hverjum manni nauðsyn, ef hann og hans fjölskylda á að eiga möguleika á að ná nokkrum þroska og að lifa hamingjusömu lífi.  Við þurfum ætíð að huga að hinu siðræna, þegar við hrífumst af einhverjum boðskap, og setja frelsi einstaklingsins ofar réttindum ríkisins í nafni einhverja stjórnmálakenninga.   

     Íslenzki þjóðfáninn

  

    

 


Rekur þar allt á reiðanum

Hvað aðhefst hin volaða vinstri stjórn til að bæta hag landsmanna ?  Því er til að svara, að allt, sem til framfara gæti horft í þessu þjóðfélagi, er kæft af ráðstjórninni.  "Norræna velferðarstjórnin" "tók við Íslandi", eins og Svandís Svavarsdóttir komst nýlega að orði, á innsoginu, þann 1. febrúar 2009, með hástemmdum yfirlýsingum, þar sem lofað var öllu fögru, m.a. að útrýma fjöldaatvinnuleysi á árinu 2011. Engin ríkisstjórn í manna minnum hefur troðið loforð sín í svaðið svipað og þessi og verður vonandi bið á öðrum eins ósannindaferli.  

Skemmst er frá því að segja, að ekki stendur steinn yfir steini af upphaflegum vinstri vaðli, enda hefur Svandís "staðið trú vaktina" í Umhverfisráðuneytinu, "látið náttúruna njóta vafans" og lýðinn lepja dauðann úr skel samkvæmt uppskrift bóndans í Kreml.

Þessi stjórnarstefna er reist á gamalli forstokkun á fræðilegum grundvelli bókasafnssnata, sem aldrei heimsótti nokkurt fyrirtæki og hafði þess vegna engin raunveruleikatengsl, en lifði í gerviheimi.  Þetta var höfundur sameignarstefnunnar, Karl Marx, og á grundvelli fáránlegra hugmynda hans var síðan fyrirmyndin "homo sovieticus" smíðuð, sem vinstri stjórnin á Íslandi rembist nú eins og rjúpan við staurinn við að framkalla hér á lokadægrum sinnar óheillaveru í Stjórnarráðinu. Einstaklingarnir eru í augum ríkisstjórnar Jóhönnu ekkert annað en tekjustofn samneyzlunnar.  

Svandís segist ekki vera á móti nýtingu orkulindanna með sjálfbærum hætti, nema orkan sé seld til fyrirtækja í eigu útlendinga á of lágu verði.  Engir aðrir geta þó enn um sinn keypt orkuna í miklum mæli og greitt fyrir hana með gjaldeyri.  Hún er þess vegna algerlega á móti orkunýtingu í stórum stíl. Þar stendur hnífurinn í kúnni.  Forræðishyggjan í Stjórnarráðinu stöðvar með þessari fordild sinnar þessar og aðrar framfarir í landinu án nokkurra haldbærra raka.  Stjórnsýsla af þessu tagi er ekki bjóðandi í landi Skúla, fógeta, Fjölnismanna, Jóns Sigurðssonar, forseta, Hannesar Hafstein og Einars Benediktssonar, sem allir vildu efla hag þjóðarinnar með þróun atvinnuveganna.  Núverandi ríkisstjórn er líklega sú fyrsta í sögunni, sem leggst þversum gegn framförum atvinnuveganna og er beinlínis atvinnufjandsamleg.     

Þessi afturhaldsstefna vinstri manna er rökleysa (tátólógía).  Til að geta slegið fram Svandísarfullyrðingum með rökum þarf  vitneskju um:

  1. Markaðsverð þessarar orku í landinu núna, þ.e. heildsöluverð til nýrrar starfsemi með öllum þeim ströngu skilmálum, sem stóriðjan undirgengst.  Vinstri menn hafa ekki hugmynd um það.
  2. Núverandi meðalorkuverð til stóriðjunnar.  Vinstri menn virðast ekki vita það gjörla, þó að það sé reiknanlegt út frá opinberum gögnum, og eru í skrifum sínum yfirleitt að möndla með of lágt verð í áróðursskyni.
  3. Kostnaðarverð raforku til núverandi stóriðju og jaðarkostnaðarverð.  Vinstri menn gera sér enga grein fyrir því og vanmeta algerlega heildsöluþáttinn, kaupskylduþáttinn, háan aflstuðul, jafnt álag og langan gildistíma samnings, sem lækkar tilkostnað vegna lægri vaxta á lánum til virkjana og stofnlína.  Aðveitustöð til orkudreifingar er eign orkukaupanda í þessu tilviku.  Þeir líta framhjá þessu öllu, bera saman heildsöluverð og smásöluverð, og hneykslast síðan öll ósköp, en átta sig ekki á því, að þeir eru sjálfir hneykslunarhellurnar og verða sér til minnkunar.  

Stöðnun hagkerfisins í tíð vinstri stjórnarinnar á rætur að rekja til fótalausra fordóma og fáfræði hennar.  Þar að auki hefur henni mistekizt allt, sem hún hefur tekið sér fyrir hendur.  Þarna innanborðs eru verstu mistakasmiðir Íslandssögunnar.  Þeir þóttust allt vita og allt geta.  Þarna fóru "besserwisserar andskotans".

Þessi vinstri stjórn getur ekki leitt nokkurt einast mál til lykta, sem til framfara horfir.  Og nú heimtar forsætisráðherra að fá að "klára málin", þó að hún sé búin að koma sér svo út úr húsi hjá þingheimi, að alls óvíst er um þingmeirihluta hennar. Við lá, að undirlægjuháttur forkólfa ríkisstjórnarinnar, amlóðaháttur og einfeldni, yrði þjóðinni fjötur um fót í samningum við Breta og Hollendinga um greiðsluuppgjör bankainnistæðna í föllnum íslenzkum bönkum erlendis.  

Hvorki gengur né rekur í viðræðum ríkisstjórnarinnar við samningamenn ESB um landbúnaðar-og sjávarútvegsmál í aðildarviðræðum við ESB.  Leyndarhjúpur er yfir viðræðunum, en í gegn skín, að búrókratar í Brüssel reyna nú að berja íslenzka ráðherra og aðlögunarmenn (samningamenn væri ofmælt) til hlýðni.  Þetta sýna makrílviðræðurnar, sem sigldu í strand, af því að ESB ætlaði að ræna okkur einum 20 milljörðum kr, og hótuðu Steingrímslufsunni á fundum hans í Brüssel nýverið að hægja mjög á viðræðunum.  Utan fór karlgreyið með yfirlýsingar á vörunum um að taka nú upp alvöru viðræður.  Aðspurður á Alþingi um gang samtala sinna í Brüssel stökk fýlupokinn önugur upp á nef sér, eins og allsherjarráðherra er tamt.  Svo leyfa Trójuhestarnir sér að halda því fram, að aðild Íslands að ESB mundi engin áhrif hafa á auðlindanýtingu landsmanna.  Blindni, einfeldni og undirlægjuháttur eru þeirra einkenni. 

Nú hefur þessi versti fallisti í sögu lýðveldisins í samningaviðræðum við erlend ríki verið leiddur til öndvegis í ráðuneyti þessara málaflokka og efnahagsráðuneytis.  Er eðlilegt, að kvíða setji að mönnum, þegar sá svikahrappur er tekinn að véla um þessi viðkvæmu mál.  Ekki þurfti lengi að bíða slæmra frétta af efnahagsmálum landsins eftir að hann tók að véla um þau.  Verðbólgan hefur ekki verið hærri um langa hríð, og eiga gjörningar jarðfræðingsins í fjármálaráðuneytinu mikinn þátt í því. Skattahækkanir hans undanfarið á eldsneyti og annað fara auðvitað beint út í verðlagið.  Hann er meðvitað að draga úr umferðinni, en það er einmitt eitt af stefnumálum vinstri grænna.

Það eru ríkisstjórnin með skattahækkunum og seðlabankinn með sterkri tengingu krónunnar við sökkvandi evru, sem nú knýja áfram verðbólguna.  Ríkisvaldið er með skammsýnni stefnu sinni að stela umsömdum launahækkunum launþega.  Mál er að koma hér á festu og stöðugleika.  Það mun ekki gerast fyrr en núverandi stjórnvöld verða dysjuð að afloknum þingkosningum, hvenær sem þær verða nú.  

Stjórnmál snúast öðru fremur um sköpun auðæva og dreifingu þeirra.  Mikill meirihluti kjósenda verður að gera sér glögga grein fyrir því, hverjir eru líklegastir til að gæta hagsmuna þeirra. Annars verða engar raunverulegar breytingar; hér getur soðið alvarlega upp úr og landsmenn lent í víli og volæði.      

Téður SJS brást atvinnulífinu algerlega, vinnuveitendum og launþegum, með því að vinna gegn hagvexti í stað þess að örva hann með þeim afleiðingum, að engin innistæða er fyrir umsömdum launahækkunum, sem þá kynda verðbólgubálið í kappi við seðlabankann.

Nefna má endurskoðun Stjórnarskráarinnar, sem ríkisstjórnin hefur klúðrað með ærnum tilkostnaði.  Virtir lögfræðingar eru teknir að tjá sig um regingalla á tillögum Stjórnlagaráðs og næsta víst er, að þær yrðu felldar í þjóðaratkvæði, enda virðast vinnubrögð téðs ráðs hafa einkennzt af því að friða meðlimi með því, að hver kom fram helzta áhugamáli sínu, svo að úr varð bastarður, en ekki stjórnlagalega heildstætt plagg. Vönduð stjórnlög verða ekki samin á handahlaupum Péturs og Páls í hrossakaupum hver við annan, heldur að undirlagi fólks með sérþekkingu á sviði stjórnlaga og þar með víðtæka þekkingu á stjórnlögum annarra þjóða.  Það er óþarfi að finna upp hjólið hér, þó að aðlaga þurfi það þúfnakollunum.

Aldrei hefur nokkurt stjórnarfrumvarp hlotið jafnháðuglega útreið og frumvarpið um þjóðnýtingu aflaheimilda og ofurskattlagningu sjávarútvegs.  Ríkisstjórnin horfir algerlega framhjá þeirri meginstaðreynd, að sjávarútvegurinn er umfram allt annað matvælaframleiðandi í harðri samkeppni við niðurgreiddan erlendan sjávarútveg.  Segja má, að sjávarútvegurinn veiði eftir pöntun viðskiptavina og verði að afhenda rétt gæði í réttu magni á réttum tíma á tilgreindum stað.  Sjá þá allir í hendi sér, sem ekki hafa bitið í sig, að sjávarútvegur skuli verða vagga réttlætis, sem útdeilt sé af búrókrötum og stjórnmálamönnum, hversu viðkvæm staða sjávarútvegsins er.  

Forstokkaðir kjaftaskar á þingi hafa ekki hundsvit á þessari starfsemi, og ekki vit á miklu einfaldari og viðurhlutaminni starfsemi en nútímalegur sjávarútvegur er.  Samt virðast þeir líta sitt hlutverk þeim augum, að þeir, stjórnmálamennirnir, eigi að hlutast til um, hver eigi að fá að draga bein úr sjó, taka frá einum aflaheimildir og færa öðrum eftir geðþótta, og hver á ekki að fá að stunda sjóinn.  Þetta er hin fullkomna veruleikafirring forsjárhyggjunnar, sem alls staðar hefur gefizt hraksmánarlega illa.  Þessir stjórnmálamenn haga sér eins og fílar í postulínsbúð.  Það verður með öllum ráðum að koma í veg fyrir, að þeir vinni skemmdarverk í óráði sínu á sjávarútveginum, sem langan tíma tæki að lagfæra vegna markaðsstöðunnar.  Við vitum, að þetta fólk er til alls víst og sést ekki fyrir.  Það verða þá að mætast stálin stinn.       

Þessi ríkisstjórn er verri en engin.  Skárra væri fyrir Íslendinga að lenda í klónum á ESB með þeim hætti, sem Þjóðverjar leggja nú til, að gert verði við Grikki, þ.e. að Brüssel yfirtaki stjórnun ríkisfjármála, en að búa við innlenda óstjórn af því tagi, sem hér hefur hangið við völd, lömuð af sundurlyndi, fordómum, fáfræði og heimsku, í 3 ár nú.  Hún hangsar og hangir við völd, en áhangendum fækkar þó sorglega hægt.  Stjórnin setur met í lélegri stjórnsýslu.  Er það til að gera yfirráð ESB fýsilegri ? 

Steingrímur J. Sigfússon er tekinn til við að sleikja skósóla Stefans Füle í Brüssel.  Hefur hann líklega þakkað honum fyrir að ráðstafa MEUR 1,4 eða MISK 220 til kynningarstarfa fyrir ESB á Íslandi.  Hér er um algerlega ólíðandi innrás að hálfu ESB í íslenzk þjóðmál að ræða.  Alþingi verður að manna sig upp og stöðva þennan ósóma og þessa yfirtroðslu og inngrip erlends valds í stjórnmálaátökin hér innanlands.  Þetta er í engu frábrugðið því, að Rússar eða Bandaríkjamenn mundu koma hér upp áróðursstofum, t.d. til að koma ár sinni fyrir borð hjá Íslendingum í baráttunni um áhrif í norðurhöfum, en margt bendir til, að ESB ætli að nota aðild Íslands sem stökkpall inn í Norðurskautsráðið.

Gangi Ísland í ESB, glatar landið stöðu sinni sem strandríki í alþjóðasamfélaginu, en ESB tekur við samningsumboði okkar.  Hverjar halda menn, að verða mundu afleiðingarnar af því ?  Er ástæða til að halda, að við það mundi meira falla í okkar hlut, íbúa Íslands, af auðlindum hafsins og hafsbotnsins ?  Nei, auðvitað ekki.  Aðild yrði glórulaus fyrir Ísland.  Þjóðartekjur mundu minnka og útgjöld aukast vegna framlaga til ESB, m.a. til björgunarsjóðs eða stöðugleikasjóðs evrunnar.  Þessi útgjöld ásamt skattgjaldi, sem reiknað er sem hlutfalli af VLF, gætu numið 30-50 miö. kr á ári.  Á móti kemur lægra verð á innfluttum matvælum, segja skósólasleikjur.  Það er hundalógík.  Hvenær sem er getum við leyft innflutning á landbúnaðarvörum frá ónáttúrulegum risabúum Evrópu, sem aldrei komast í samjöfnuð við íslenzkar vörur, hvað heilnæmi varðar. Hvers vegna að búa í hreinu landi, ef ekki á að nýta afurðir þess ?  Til að lækka almennt vöruverð hér þarf að lækka alls kyns gjöld og skattlagningu af innflutningi, t.d. eldsneyti, og ýta undir samkeppni á öllum sviðum, eins og unnt er á örmarkaði.  Yfirvöldin hafa staðið sig illa þar.   

Varðandi matvælin er að ýmsu að hyggja.  Vöxtur evrópsks grænmetis og dýra til manneldis er píndur fram á methraða með óeðlilegum aðferðum, sem spilla hollustunni.  Jarðvegurinn er mengaður vegna þéttbýlis og lítillar fyrirhyggju áður fyrr, vatnið er af skornum skammti, endurunnið og hreinsað með vafasömum hætti.  Sagt er, að Rínlendingar drekki sama vatnið úr Rín 10 sinnum á ævinni. Þá má ekki gleyma loftgæðunum, sem á Íslandi eru í háum sérflokki vegna mikils landrýmis, dreifðrar byggðar, fámennis og hitaveitu, sem er ómetanleg til hagkvæmrar og nánast mengunarlausrar húshitunar.  Þetta gefur Íslendingum gríðarlegt samkeppniforskot á matvælamörkuðum til lengri tíma litið.  Slugs og fúsk innflytjenda, opinberra eftirlitsaðila og að nokkru leyti samtaka matvælaframleiðenda er þess vegna ófyrirgefanlegt frá sjónarmiði neytenda og ber að sæta málsókn að þeirra hálfu.

Ríkisstjórninni er um megn að leiða nokkurt mál til lykta.  Samt hrópar oddviti Samfylkingar yfir hausamótum hundfúlla flokksmanna sinna, að hún verði að fá að "halda áfram til að klára málin".  Ef ekki væri vitað, að forsætisráðherra er gjörsneyddur skopskyni, mætti halda, að hér væri um sjálfsádeilu að ræða.  Á að leyfa þessum skyni skroppna og glórulausa forsætisráðherra að sitja áfram ?  

Hinn hræðilegi atgervisflótti mun þá halda áfram.  Nú er svo komið, að erfitt er að finna hæft starfsfólk í ákveðnar greinar, af því að það er horfið af landi brott.  Atvinnuleysið er samt geigvænlegt, en sérhæft og hámenntað fólk, sem við megum sízt við að missa, er horfið í miklum mæli.  Ungt fólk með háar tekjur, sem þarf að bera mikið úr býtum til að koma undir sig fótunum og borga námslán, finnur ekki afkomugrundvöll hér vegna stöðnunar athafnalífs og hárra skatta, sem fara stighækkandi með tekjuaukningu.  Þetta fólk þjóðnýta vinstri menn í raun með ofurskattlagningu, og það losar sig úr fjötrum villta vinstrisins og flýr land.  Þessi atburðarás er þyngri en tárum taki.  

Með einföldun skattalaganna og lækkun jaðarskattlagningar verður að laða þetta fólk heim til lands tækifæranna til að skapa ný verðmæti öllum til hagsbóta, einnig hinu opinbera.        

Angela kunngjörir sáttmála-feb 2012

  

   


Óvissuferð

Föstudaginn 5. desember 2008 héldum við vinnufélagarnir í óvissuferð, sem nokkrar konur í hópinum höfðu átt frumkvæði að og tekið að sér að skipuleggja.  Eftir vinnu þennan dag var stigið upp í rútu og haldið inn í Heiðmörk.  Þar var byrjað á Müllers æfingum og síðan tekið til við þrautir ýmsar og keppnir, en á milli þátta ríkti sannkölluð réttarstemning, þar sem fleygar af margvíslegum gerðum og með fjölbreytilegu innihaldi gengu á milli manna.  Var endað á því að skríða ofan í Maríuhella og leita þar hulinna muna.

Að loknum öllum Heiðmerkur atriðunum var haldið í bústað fyrirtækisins í útjaðri bæjarins við litla tjörn, þar sem Litla-Gunna og Litli-Jón bjuggu forðum.  Þar hafði þá verið tilreiddur dýrindis matur, svissneskur "rakklett" ostur, smápylsur, svínakjöt og nautakjöt o.fl., sem við gátum steikt á rafmagnspönnum á matborðinu, hver að sínum hætti.  Með þessu var eðalhrásalat, allt úr íslenzkum matjurtum.  Til að skola þessu niður var hins vegar haft dágott hvítvín, franskt, enda hefur fyrirtæki okkar mikil samskipti við frönskumælandi fólk. 

Þeir, sem gott úthald höfðu enn eftir allt þetta, héldu um kl. 2215 niður í miðbæ Reykjavíkur og söfnuðust saman á krá einni.  Var þar mikið skrafað og skeggrætt um lífsins gagn og nauðsynjar við kunningja jafnt sem ókunnuga.  Höfundur þessarar vefsíðu skemmti sér konunglega þarna fram á rauðanótt. 

Nú vilja ýmis ráðandi öfl í þessu þjóðfélagi teyma okkur í aðra óvissuferð, sem yrði ólíkt afdrifaríkari og óyndislegri en sú, sem lýst er hér að ofan, og er sú seinni reyndar þess eðlis, að hún getur orðið örlagarík fyrir hvert einasta mannsbarn í landinu á okkar dögum og um ókomna tíð.  Hér er átt við inngönguna í Evrópusambandið, ESB. 

Ástæðan fyrir því, að mikinn varhug ber að gjalda við Evrópusambandinu, er, að enginn veit, hvaða fyrirbrigði þetta verður að einum áratug liðnum, hvað þá að lengri tíma liðnum.  Af þessum ástæðum er afar óábyrgt að láta aðeins einn málaflokk ráða för.  Hámark óskynseminnar felst í að japla á gjaldmiðlinum í þessum efnum.  Þó að við færum inn í ESB á morgun, yrði okkur meinað að skipta um gjaldmiðil fyrr en að áratug liðnum.  Vegna þess að ekkert eitt ríkisvald stendur sem bakhjarl evru, er það grundvallaratriði fyrir ECB (Evrópubankann í Frankfurt), að hvergi verði hvikað frá Maastricht skilyrðunum fjórum um verðbólgu, vexti, ríkishalla og ríkisskuldir.  ECB hangir á þessu fram í rauðan dauðann af ótta við fordæmi, sem leitt geti af sér minnkandi tiltrú á evru og Evrópubankann sjálfan.

Nú hafa ýmsir þróað afbrigði af þessari evruumræðu sem valkost við ESB-aðild.  Það er að taka einhliða upp evru.  Þetta er óráðlegt af hagfræðilegum og stjórnmálalegum ástæðum.  Hagfræðilegu mótrökin eru, að við gætum hæglega orðið peningalaus, ef stuðning seðlabanka nýja íslenzka gjaldmiðilsins skortir.  Stjórnmálalegu mótrökin eru, að með þessu háttalagi værum við komin í hlutverk skæruliða í baráttu við ECB og ESB.  Til hvers halda menn, að það gæti nú leitt á stjórnmála-og viðskiptasviðinu ? 

Það eru fáeinar vikur síðan ESB hikaði ekki við að herja gegn okkur í viðskiptastríði.  Við töpuðum því á nokkrum dögum.  Það er á öllum tímum við slíkar aðstæður freistandi að álykta sem svo, að með betri herforingja (stjórnmálaforingja) hefði þetta stríð farið öðruvísi.  Höfundur þessara hugleiðinga er ekki í neinum færum til slíkra fullyrðinga, enda leiða þær sjaldan til nokkurs góðs.  Þýzka þjóðin léði eyrun ásökunum af þessu tagi á dögum Weimar lýðveldisins, þegar hún var að "krebera" skuldunum vafin eins og skrattinn skömmunum undan ánauð Versalasamninganna.  Skamma stund verður hönd höggi fegin. 

Við getum ekki tekið annað skref nú og  hætt á annað viðskiptastríð við ESB, nema hafa vilja til að berjast við Brüssel.  Við mundum þá verða að beina viðskiptum okkar annað.  Evran er einfaldlega ekki þess virði að berjast fyrir hana.  Evrulöndin eiga nú sum hver í svo stórfelldum vandræðum, sumpart vegna evrunnar, að endað getur með kollsteypu hennar.  Mest munar um vandræði Spánverja, en þar varð húsnæðisbólan illvígari en á Íslandi vegna lágra vaxta og mikils framboðs lánsfjár.  Svipuðu máli gegnir um Íra.  Þeim er nú stillt upp við vegg að samþykkja Lissabonsamninginn, sem þeim er þó þvert um geð, eða að verða settir í skammarkrókinn ella.  Í þessum löndum og á Ítalíu hefur verðbólgan verið mun hærri en að jafnaði í evrulandi, og þess vegna eiga útflutningsatvinnuvegir þessara landa mjög undir högg að sækja um þessar mundir.  Af þessum sökum er Spánverjum nú spáð atvinnuleysi á bilinu 15 % - 20 %.

Líklegt er, að Grikkland rambi nú á barmi borgarastyrjaldar af efnahagslegum ástæðum í bland við landlæga spillingu þar á bæ.  Efnahagskerfi Grikklands er lamað af opinberum boðum og bönnum í anda sameignarsinna, og þar er mikið opinbert eignarhald, og opinber rekstur liggur sem lamandi hönd á atvinnulífinu.  Samþjöppuðu valdi af þessu tagi fylgir undantekningarlaust svartur markaður og rótgróin spilling.  ESB og evruvæðingin hafa engu breytt um þetta, enda standa engin efni til þess, þó að falsspámenn hérlendis boði, að allt muni verða með nýjum brag á Íslandi eftir inngöngu í ESB.  "O, sancta simplicitas."

Evran reyndist Grikkjum ekki sá bjargvættur, sem evrupostularnir boðuðu, enda héldu stjórnmálamenn þeirra áfram að fara leið hinnar minnstu mótstöðu eða hreinlega að sitja með hendur í skauti.  Á meðan hrönnuðust vandamálin upp.  Lexían er sú, að stjórnmálamenn eiga að ganga hreint til verks, ekki tvínóna við hlutina, en falla ella.  Þessi var og málflutningur Svíans Görans Perssons, sem hér var á dögunum, gamalreyndur jaskur úr sænskum stjórnmálum.  

Þeir, sem boða hinar ódýru lausnir og leið hinnar minnstu mótstöðu, eru falsspámenn og lýðskrumarar.  Varaformaður Samfylkingar á Íslandi er af þessu sauðahúsi.  Evrutrúboð þessa óáheyrilega, en um leið sviðsljósssækna stjórnmálamanns er svo yfirborðskennt og flatneskjulegt, að engu tali tekur. Ótrúlegt er, að nokkur Sjálfstæðismaður geti kinnroðalaust lagt eyru við jafnömurlegri lífssýn og felst í landsöluáróðri ESB-trúboðsins. 

Götubardagar í Aþenu í desember 2008  

Teljum við Íslendingar gjaldmiðilsskipti þjóna hagsmunum okkar, þá bjóðast ýmsir kostir.  Bandaríkja dalur er nærtækastur, en að gera hann að ríkisgjaldmiðli Íslands verður að fara fram í góðu samkomulagi við "Federal Reserve", Seðlabanka Bandaríkjanna, og Bandaríkjastjórn, svo að aðgerðin sé að siðaðra manna hætti.  Bókhald ýmissa stórfyrirtækja á Íslandi er nú þegar í USD og nægir að nefna Landsvirkjun og áliðnaðinn.  Lánin frá IMF (Alþjóða gjaldeyrissjóðinum) eru í USD og sama máli gegnir um margar aðrar fjárhagsskuldbindingar Íslendinga.  Eldsneytisviðskipti á heimsvísu eru í bandaríkja dölum.  Framtíð bandaríkja dals er ekki í óvissu eins og evrunnar.  Með bandaríkjadal sem mynt stöndum við sterkar að vígi í viðskiptum um allan heim en með evru.  Inni í ESB verður okkur meinað að gera sjálfstæða viðskiptasamninga utan ESB.  Þar sem megin viðskiptatækifæri okkar eru utan ESB, yrði aðild að ESB okkur sannkallaður Þrándur í Götu.  Við nytum ekki lengur ávaxta viðskiptafrelsis. 

Evrópa er á niðurleið, ekki aðeins í fjárhagslegu tilliti nú um stundir, heldur miklu fremur í öldrunar-og mannfræðilegu tilliti.  Meðalaldur Evrópumanna hækkar ískyggilega ört og víða hefur fólksfjölgun stöðvazt, eða fækkun er tekin að herja á.  Lítil viðkoma þjóða er mikið ógæfumerki, og þær stefna í raun hraðbyri til lakari lífskjara.  Við viljum fúslega eiga viðskipti við þetta fólk á jafnræðisgrundvelli og á viðskiptalegum forsendum, en í risavöxnu ríkjasambandi eða í sambandsríki með þeim sem sandkorn í eyðimörk eða krækiber í helvíti eigum við ekkert erindi og munum aðeins bíða tjón af slíku uppátæki.

 

 

Grikkland logar í desember 2008


Per ardua ad astra

Enginn verður óbarinn biskup.  Nákvæmari þýðing á ofangreindum rómverska málshætti er þó: með striti til stjarnanna. 

Í íslenzka handboltalandsliðinu eru geysisterkir einstaklingar, en þeir mundu ekki hafa náð þeim árangri, sem raun ber nú vitni um, án hópeflis.  Liðið er sterkara en nemur summunni af getu einstaklinganna.  Þessu stigi er ekki hægt að ná án þess að virkja andlega krafta.  Liðið er nú eins og mulningsvél, sem ekkert fær staðizt.  Þetta minnir að sumu leyti á sænska landsliðið, þegar það var upp á sitt bezta.  Þá hefur Þjóðverjum tekizt að ná svo sterkri liðsheild á ýmsum vígstöðvum, og fleiri dæmi mætti tína til. 

Þetta er þó ekki heyglum hent.  Liðsmenn íslenzka landsliðsins eru væringjar, þ.e. flestir þeirra hafa æft og keppt með erlendum liðum.  Þeir þekkja þess vegna mótherjana og innviði liða þeirra gjörla.  Þetta kemur liðinu og forystu þess að gagni.

Eftir spænska leikinn flóðu tilfinningar liðsins.  Það var því hollt, göfgaði liðið og bar því fagran vott.  Við eigum ekki að vera með yfirdrifnar væntingar til liðsins nú fyrir úrslitaleikinn, heldur að hugsa til þess með auðmýkt og lotningu.  Hinum megin á hnettinum er nú hópur manna, sem berst hetjubaráttu í nafni Íslands.

Nú legg ég til, að lesandinn halli sér aftur í sæti sínu og smelli á hlekkinn hér fyrir neðan (slóðina, ekki reitinn).  Þar er að finna mikilfenglega myndasýningu (ppt) frá nágrannalandi okkar, Grænlandi.  Höfundurinn er Ursula Riesen frá Svisslandi, en bróðir hennar, Max Wiestner, sendi mér þessar myndir ekki alls fyrir löngu, og þau hafa góðfúslega leyft mér að birta þetta sjónarspil hér á vefsetrinu.  Vona ég, að áhorfandinn njóti mikilfengleikans og beini um leið huganum að hetjum okkar í Beijing.

Greenland3


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband